Sport

Juventus í 8 stiga forystu

Juventus jók í dag forystu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í 8 stig þegar liðið vann 1-2 útisigur á Atalanta. Á sama tíma töpuðu helstu keppinautar þeirra, AC Milan öðrum leik sínum í röð í deildinni, nú 0-1 fyrir Bologna, og það á heimavelli sínum San Siro. Ruben Olivera og Alessandro Del Piero skoruðu fyrir Juventus í dag en Lilian Thuram varnarmaður Juve gerði mark Atalanta með sjálfsmarki. Francesco Totti, Antonio Cassano og Alessandro Mancini skoruðu mörk Roma í 3-2 sigri á Messina og náðu þar með að minnka bilið í Udinese í aðeins eitt stig en síðarnefnda liðið er í 3. sæti með 34 stig eftir 1-0 tap gegn Parma í gærkvöldi. Juventus er efst með 50 stig, AC Milan í 2. sæti með 42 stig, Udinese 34, Roma 33 og Inter Milan í 5. sæti með 32 stig en á leik til góða gegn Palermo á útivelli í kvöld. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 19.30. Úrslit dagsins í Serie A á Ítalíu AC Milan 0 - 1 Bologna  Atalanta 1 - 2 Juventus Brescia 0 - 1 Lecce  Cagliari 1 - 0 Fiorentina  Reggina 2 - 1 Lazio  Roma 3 - 2 Messina Sampdoria 1 - 1 Siena



Fleiri fréttir

Sjá meira


×