Lögin valda óvissu 1. febrúar 2005 00:01 Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra við rannsókn olíumálsins. Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið þurfa að ákveða að lokinni rannsókn á máli olíufélaganna hvort olíufélögin verði ákærð eða ekki. Hann segir lögin óskýr og unnið sé að breytingum á þeim. Núgildandi lög gera ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld rannsaki brot fyrirtækja en lögregla geti bæði rannsakað brot fyrirtækja og einstaklinga. "Samkeppnislögin gera ráð fyrir að fyrirtækjum geti allt eins verið refsað í opinberu máli án þess það hafi áhrif á hvað meðferð málið er búið að fá hjá samkeppnisyfirvöldum," segir Helgi. Lögregla og samkeppnisyfirvöld túlka lögin hvort með sínum hætti. "Vandamálið er að við eigum að vinna eftir lögunum en þau svara þessu ekki á fullnægjandi hátt. Lögin eru gölluð og það þarf að skerpa á reglum um verkaskiptingu á milli lögreglu og samkeppnisyfirvalda," segir Helgi. Helgi segir töluvert þar til lögreglurannsókninni lýkur. Lögregla geti ekki notað það sem haft er eftir starfsmönnum olíufélaganna í skýrslu samkeppnisráðs. Lögreglan þurfi að vinna eftir lögum um meðferð opinberra mála þar sem sumir starfsmannanna geti haft réttarstöðu grunaðra og þurfi þar með ekki að tjá sig frekar en þeir vilji. Einnig er öðruvísi tekið á ósannsögli þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra. "Ef málið hefði strax komið til okkar værum við að vinna frumvinnuna í stað þess að endurtaka vinnu samkeppnisráðs að hluta," segir Helgi. Þess ber einnig að geta að rannsókn samkeppnisyfirvalda rífur ekki fyrningu á meintum brotum einstaklinga heldur eingöngu yfirheyrslur hjá lögreglu. Þegar starfsmenn hættu hjá fyrirtækjunum byrjaði fyrningartími að líða en fyrningatími miðast við síðasta brot. Verði fyrirtæki sakfelld samkvæmt ákæru getur það þýtt fésekt eða missi starfsleyfis fyrir fyrirtækið. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra við rannsókn olíumálsins. Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið þurfa að ákveða að lokinni rannsókn á máli olíufélaganna hvort olíufélögin verði ákærð eða ekki. Hann segir lögin óskýr og unnið sé að breytingum á þeim. Núgildandi lög gera ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld rannsaki brot fyrirtækja en lögregla geti bæði rannsakað brot fyrirtækja og einstaklinga. "Samkeppnislögin gera ráð fyrir að fyrirtækjum geti allt eins verið refsað í opinberu máli án þess það hafi áhrif á hvað meðferð málið er búið að fá hjá samkeppnisyfirvöldum," segir Helgi. Lögregla og samkeppnisyfirvöld túlka lögin hvort með sínum hætti. "Vandamálið er að við eigum að vinna eftir lögunum en þau svara þessu ekki á fullnægjandi hátt. Lögin eru gölluð og það þarf að skerpa á reglum um verkaskiptingu á milli lögreglu og samkeppnisyfirvalda," segir Helgi. Helgi segir töluvert þar til lögreglurannsókninni lýkur. Lögregla geti ekki notað það sem haft er eftir starfsmönnum olíufélaganna í skýrslu samkeppnisráðs. Lögreglan þurfi að vinna eftir lögum um meðferð opinberra mála þar sem sumir starfsmannanna geti haft réttarstöðu grunaðra og þurfi þar með ekki að tjá sig frekar en þeir vilji. Einnig er öðruvísi tekið á ósannsögli þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra. "Ef málið hefði strax komið til okkar værum við að vinna frumvinnuna í stað þess að endurtaka vinnu samkeppnisráðs að hluta," segir Helgi. Þess ber einnig að geta að rannsókn samkeppnisyfirvalda rífur ekki fyrningu á meintum brotum einstaklinga heldur eingöngu yfirheyrslur hjá lögreglu. Þegar starfsmenn hættu hjá fyrirtækjunum byrjaði fyrningartími að líða en fyrningatími miðast við síðasta brot. Verði fyrirtæki sakfelld samkvæmt ákæru getur það þýtt fésekt eða missi starfsleyfis fyrir fyrirtækið.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira