Sáttur við tilboð olíufélaganna 2. febrúar 2005 00:01 Mörg þeirra fyrirtækja sem á var brotið á samráðstíma olíufélaganna íhuga að sækja bætur og hafa látið lögfræðingum sínum eftir að kanna forsendur bótakrafna. Tvö fyrirtæki sem blaðið ræddi við hafa þó ákveðið að gera ekkert í málinu, annað vegna ánægju með tilboðin sem þau fengu en hitt vegna góðra viðskipta í dag. "Við höfum ekki hugsað okkur að sækja bætur. Þau tilboð sem við fengum voru eðlileg að okkar mati og ekki útlit fyrir annað en að um samkeppni hafi verið að ræða. Við fengum gott verð," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, um málið og sagðist í raun ekki hafa meira um málið að segja. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að Olíufélagið sem þá rak Essó og Olíuverslun Íslands hafi rætt um tilboðið til Ístaks, " en þær skýringar eru gefnar að vegna tengsla Ístaks og Skeljungs væri ólíklegt að lágt tilboð myndi leiða til annars en að Skeljungi yrði gert fært að jafna boðið," segir í úrskurðinum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið í samráði við dómsmálaráðuneytið, að farið yrði í kjölinn á gögnum og reiknað út hvað olíusamráðið hafi kostað fyrirtækið á undanförnum árum. "Landhelgisgæslan áhuga á að endurheimta oftekið fé. Það er nóg hægt að gera við peninginn," segir Georg. Þá verður kannað um hvort dómsmálaráðuneytið geti krafist bóta vegna Ríkiskaupa, reynist svo vera verður málið sent ríkislögmanni. Alcan, áður Ísal, ætlar að sækja bætur til olíufélaganna eins og áður hefur komið fram. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir félagið ætla að krefjast bóta upp á tugi milljóna króna og gæti talan jafnvel farið yfir hundrað milljónir. Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og þingmaður Samfylkingarinnar, segir Vestmannaeyjabæ ætla að sækja sinn rétt. Í nóvember hafi verið óskað skriflega eftir viðræðum við olíufélögin um bætur en svör hafi ekki enn borist. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur líka óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Mörg þeirra fyrirtækja sem á var brotið á samráðstíma olíufélaganna íhuga að sækja bætur og hafa látið lögfræðingum sínum eftir að kanna forsendur bótakrafna. Tvö fyrirtæki sem blaðið ræddi við hafa þó ákveðið að gera ekkert í málinu, annað vegna ánægju með tilboðin sem þau fengu en hitt vegna góðra viðskipta í dag. "Við höfum ekki hugsað okkur að sækja bætur. Þau tilboð sem við fengum voru eðlileg að okkar mati og ekki útlit fyrir annað en að um samkeppni hafi verið að ræða. Við fengum gott verð," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, um málið og sagðist í raun ekki hafa meira um málið að segja. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að Olíufélagið sem þá rak Essó og Olíuverslun Íslands hafi rætt um tilboðið til Ístaks, " en þær skýringar eru gefnar að vegna tengsla Ístaks og Skeljungs væri ólíklegt að lágt tilboð myndi leiða til annars en að Skeljungi yrði gert fært að jafna boðið," segir í úrskurðinum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið í samráði við dómsmálaráðuneytið, að farið yrði í kjölinn á gögnum og reiknað út hvað olíusamráðið hafi kostað fyrirtækið á undanförnum árum. "Landhelgisgæslan áhuga á að endurheimta oftekið fé. Það er nóg hægt að gera við peninginn," segir Georg. Þá verður kannað um hvort dómsmálaráðuneytið geti krafist bóta vegna Ríkiskaupa, reynist svo vera verður málið sent ríkislögmanni. Alcan, áður Ísal, ætlar að sækja bætur til olíufélaganna eins og áður hefur komið fram. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir félagið ætla að krefjast bóta upp á tugi milljóna króna og gæti talan jafnvel farið yfir hundrað milljónir. Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og þingmaður Samfylkingarinnar, segir Vestmannaeyjabæ ætla að sækja sinn rétt. Í nóvember hafi verið óskað skriflega eftir viðræðum við olíufélögin um bætur en svör hafi ekki enn borist. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur líka óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira