Borgin í mál við olíufélögin 3. febrúar 2005 00:01 Reykjavíkurborg er kominn í hóp fyrirtækja og félagasamtaka sem undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Viðskiptin sem um ræðir nema hundruðum milljóna króna. Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra þessa efnis í dag. Það byggir á áliti Vilhjáms H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmanns sem telur að Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar eigi rétt á skaðabótum vegna útboðs á vegum borginnar fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöðina og Vélamiðstöðina árin 1997 til 2001. Í skýrslu samkeppnisstofnunar segir að ljóst sé að Skeljungur hafi strax árið 1995, eða ári fyrir útboðið, undirbúið samstarf olíufélaganna vegna útboðs Reykjavíkurborgar. Há forstjóra Skeljungs fannst til dæmis skjal þar sem fram kemur hvaða upphæð hvert félag skuli bjóða borginni og þær tölur stóðust þegar uppi var staðið. Þá er samráðið staðfest í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Einnig að tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að Skeljungur ætti að fá viðskiptin og hvernig hagnaðinum yrði nákvæmlega skipt á milli félaganna. Vilhjálmi hefur verið falið að undirbúa kröfugerðina fyrir hönd borgarinnar og hann telur að það taki um fjórar til sex vikur. Í hans verkahring kemur væntanlega að meta og færa sönnur á þá upphæð sem borgin tapaði vegna samráðsins og hvort stefna eigi olíufélögunum þremur, þar eð þau nutu öll hagnaðarins eða Skeljungi einum. Talið er að viðskiptin hafi numið um 400 milljónum króna vegna Strætisvagna Reykjavíkur og um 160 milljónir vegna Véla- og malbikunarstöðvarinnar. Það er ljóst á öllu að lögfræðingar olíufélaganna verða ekki aðgerðarlausir næstu misserin. Fjármálaráðherra hefur sagt rétt að skoða réttarstöðu ríkisins til skaðabóta. Landssamband Íslenskra útvegsmanna undirbýr skaðabótamál og það sama er uppi á teningnum hjá Alcan, Icelandair, FÍB og Neytendasamtökunum. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Reykjavíkurborg er kominn í hóp fyrirtækja og félagasamtaka sem undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Viðskiptin sem um ræðir nema hundruðum milljóna króna. Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra þessa efnis í dag. Það byggir á áliti Vilhjáms H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmanns sem telur að Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar eigi rétt á skaðabótum vegna útboðs á vegum borginnar fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöðina og Vélamiðstöðina árin 1997 til 2001. Í skýrslu samkeppnisstofnunar segir að ljóst sé að Skeljungur hafi strax árið 1995, eða ári fyrir útboðið, undirbúið samstarf olíufélaganna vegna útboðs Reykjavíkurborgar. Há forstjóra Skeljungs fannst til dæmis skjal þar sem fram kemur hvaða upphæð hvert félag skuli bjóða borginni og þær tölur stóðust þegar uppi var staðið. Þá er samráðið staðfest í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Einnig að tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að Skeljungur ætti að fá viðskiptin og hvernig hagnaðinum yrði nákvæmlega skipt á milli félaganna. Vilhjálmi hefur verið falið að undirbúa kröfugerðina fyrir hönd borgarinnar og hann telur að það taki um fjórar til sex vikur. Í hans verkahring kemur væntanlega að meta og færa sönnur á þá upphæð sem borgin tapaði vegna samráðsins og hvort stefna eigi olíufélögunum þremur, þar eð þau nutu öll hagnaðarins eða Skeljungi einum. Talið er að viðskiptin hafi numið um 400 milljónum króna vegna Strætisvagna Reykjavíkur og um 160 milljónir vegna Véla- og malbikunarstöðvarinnar. Það er ljóst á öllu að lögfræðingar olíufélaganna verða ekki aðgerðarlausir næstu misserin. Fjármálaráðherra hefur sagt rétt að skoða réttarstöðu ríkisins til skaðabóta. Landssamband Íslenskra útvegsmanna undirbýr skaðabótamál og það sama er uppi á teningnum hjá Alcan, Icelandair, FÍB og Neytendasamtökunum.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira