Vinnan oft ágætis líkamsrækt 8. febrúar 2005 00:01 Aino Freyja Järvelä er önnum kafin kona með mörg járn í eldinum. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, dansari, leikstjóri og leiðsögumaður. Eins og þetta sé ekki nóg þá tók hún nýverið við starfi ritstjóra tímaritsins Í formi. Svo það liggur beint við að spyrja hvernig hún heldur sér í formi." Það fer eftir veðri og vindum. Mér finnst mjög gott að fara í sund og svo tók ég upp á því í fyrra að hlaupa úti og hljóp sjö kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupin detta niður á veturna því ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að hlaupa í kulda, hálku og roki. Á fimmtudögum hitti ég systur mína og saumaklúbbinn hennar og annaðhvort göngum við rösklega eða hlaupum. Á eftir förum við svo í sund þar sem systir mín er að kenna mér skriðsund. Ég syndi yfirleitt hálfan kílómetra á fimmtudögum en annars heilan. Á sumrin legg ég bílnum og hjóla minna ferða. Ég reyni að koma hreyfingunni inn í daglega lífið og geng milli staða frekar en að keyra. Ég kenni dans í sviðslistadeild Námsflokka Hafnarfjarðar og það er ofsalega gaman. Mig langar að fara aftur í dans. Dansinn reynir á alla vöðva og samhæfingu og flæði og allt. Svo er ég oft að leika í líkamlega krefjandi sýningum og þá er vinnan eiginlega orðin að líkamsrækt." Hún hefur líka grætt á því að vinna við tímaritið Í formi. "Ég finn oft lausnir í blaðinu og prófa það sem þar er kynnt á sjálfri mér. Þó fer aðeins eftir hvað það er. Ég held til dæmis að ég eigi dálítið langt í að hlaupa úti á veturna." En hvað gerir hún þegar veðrið er vont? "Ég fór á námskeið í Rope Yoga fyrir ári og þegar veðrið kemur í veg fyrir að ég fari í sund eða út að hlaupa eða hjóla þá geri ég nokkrar æfingar og það er alveg frábært." Heilsa Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Aino Freyja Järvelä er önnum kafin kona með mörg járn í eldinum. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, dansari, leikstjóri og leiðsögumaður. Eins og þetta sé ekki nóg þá tók hún nýverið við starfi ritstjóra tímaritsins Í formi. Svo það liggur beint við að spyrja hvernig hún heldur sér í formi." Það fer eftir veðri og vindum. Mér finnst mjög gott að fara í sund og svo tók ég upp á því í fyrra að hlaupa úti og hljóp sjö kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupin detta niður á veturna því ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að hlaupa í kulda, hálku og roki. Á fimmtudögum hitti ég systur mína og saumaklúbbinn hennar og annaðhvort göngum við rösklega eða hlaupum. Á eftir förum við svo í sund þar sem systir mín er að kenna mér skriðsund. Ég syndi yfirleitt hálfan kílómetra á fimmtudögum en annars heilan. Á sumrin legg ég bílnum og hjóla minna ferða. Ég reyni að koma hreyfingunni inn í daglega lífið og geng milli staða frekar en að keyra. Ég kenni dans í sviðslistadeild Námsflokka Hafnarfjarðar og það er ofsalega gaman. Mig langar að fara aftur í dans. Dansinn reynir á alla vöðva og samhæfingu og flæði og allt. Svo er ég oft að leika í líkamlega krefjandi sýningum og þá er vinnan eiginlega orðin að líkamsrækt." Hún hefur líka grætt á því að vinna við tímaritið Í formi. "Ég finn oft lausnir í blaðinu og prófa það sem þar er kynnt á sjálfri mér. Þó fer aðeins eftir hvað það er. Ég held til dæmis að ég eigi dálítið langt í að hlaupa úti á veturna." En hvað gerir hún þegar veðrið er vont? "Ég fór á námskeið í Rope Yoga fyrir ári og þegar veðrið kemur í veg fyrir að ég fari í sund eða út að hlaupa eða hjóla þá geri ég nokkrar æfingar og það er alveg frábært."
Heilsa Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira