Halldór, Hannes og Steingrímur J 10. febrúar 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þeir munu ræða um bækur sínar um Halldór Laxness, en einnig um nýjar upplýsingar sem birtast í Mannlífi og benda til þess að sjálfur J. Edgar Hoover hafi haft afskipti af Halldóri og komið í veg fyrir útgáfu á bókum hans. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Steingrím J. Sigfússon og Pétur H. Blöndal. Meðal umræðuefna í þættinum verður hátt gengi krónunnar og örðugleikar sem hljótast af því, hinn lági dollar og feikileg skuldasöfnun Bandaríkjanna, miklar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja og eignatengsl í þeim, klæðaburður á Alþingi og áreiðanlega ýmislegt fleira. Þátturinn er í opinni dagskrá í hádeginu á sunnudag, hefst klukkan tólf. Hann er svo endursýndur síðla kvölds, en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þeir munu ræða um bækur sínar um Halldór Laxness, en einnig um nýjar upplýsingar sem birtast í Mannlífi og benda til þess að sjálfur J. Edgar Hoover hafi haft afskipti af Halldóri og komið í veg fyrir útgáfu á bókum hans. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Steingrím J. Sigfússon og Pétur H. Blöndal. Meðal umræðuefna í þættinum verður hátt gengi krónunnar og örðugleikar sem hljótast af því, hinn lági dollar og feikileg skuldasöfnun Bandaríkjanna, miklar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja og eignatengsl í þeim, klæðaburður á Alþingi og áreiðanlega ýmislegt fleira. Þátturinn er í opinni dagskrá í hádeginu á sunnudag, hefst klukkan tólf. Hann er svo endursýndur síðla kvölds, en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu.