Fallegir hlutir til heimilisins 10. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Klemensdóttir, leirlistakona, kölluð Inga K., hefur nú þegar skapað sér nafn í listaheiminum, og munir hennar hafa verið til sölu í Gallerí Fold, Gallerí List og Gallerí Reykjavík. Inga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið tvær einkasýningar og listaverkin hennar eru sannarlega prýði á hverju heimili. Inga var í önnum á vinnustofu sinni þegar Fréttablaðið tók hús á henni í vikunni. "Ég fór frekar seint af stað í nám," segir Inga. "Draumurinn blundaði í mér frá því ég var smástelpa, en örlögin höguðu því þannig að ég fór að vinna sem setjari á Morgunblaðinu og ílentist þar í mörg ár. Ég var orðin 36 ára og með þrjú börn þegar ég ákvað loksins að láta drauminn rætast og dreif mig í nám." Inga sér ekki eftir því og hefur notið hverrar mínútu frá því hún útskrifaðist úr keramikdeild Listaháskólans. "Ég opnaði vinnustofu hér í bílskúrnum meðan ég var í námi, en hér hefur aldrei komið bíll inn fyrir dyr," segir hún hlæjandi. Íslensk náttúra er Ingu afar hugleikin, ekki síst jöklarnir og bláminn, sem hún segir að eigi sér enga hliðstæðu. "Það er hvergi annars staðar þessi sérstaki blái litur," segir Inga sem hefur meðal annars hannað sérstaka línu í bláa litnum. Hún vinnur líka í postulín og á vinnustofunni getur að líta gullfallega lampa, kertastjaka, skálar og vasa úr postulíni. Þá hefur Inga gert fjölda veggmynda úr leir og segist nú dunda sér örlítið í glerinu sér til skemmtunar. "Þetta er bara svona auka," segir hún og sýnir blaðamanni ægifagra matardiska, servíettuhringi og skálar. Nú er Inga á leið í samstarf við aðra Ingu, Ingu Maríu Sverrisdóttur listakonu, en þær stöllur unnu einmitt saman á Morgunblaðinu fyrir margt löngu. Inga María er nýkomin heim úr listnámi í Englandi og er með vinnustofu í verslun sinni Holtablómum á Langholtsvegi. Nú ætla þær að sameina krafta sína og vera með gallerí á Langholtsveginum ásamt Ásdísi Þórarinsdóttur myndlistakonu. Galleríið hefur hlotið nafnið Holtablóm _ 104 listgalleri, og þar bjóða stelpurnar upp á eigin muni í bland við allskyns gjafavöru og blóm. Galleríið opnar með með pompi og pragt á sunnudag en þá verður opið hús frá klukkan 13 til 18 og boðið upp á léttar veitingar og kaffi. Í tilefni Valentíusardagsins verða skemmtilegir hlutir í boði sem tengjast deginum. Súpu- og pastaskálarnar á veitingastaðnum Ítalíu eru eftir Ingu . FleiriGVAPostulínslamparnir eru afar fallegir og fást bæði sem lampar og loftljós.GVA Hús og heimili Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Ingibjörg Klemensdóttir, leirlistakona, kölluð Inga K., hefur nú þegar skapað sér nafn í listaheiminum, og munir hennar hafa verið til sölu í Gallerí Fold, Gallerí List og Gallerí Reykjavík. Inga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið tvær einkasýningar og listaverkin hennar eru sannarlega prýði á hverju heimili. Inga var í önnum á vinnustofu sinni þegar Fréttablaðið tók hús á henni í vikunni. "Ég fór frekar seint af stað í nám," segir Inga. "Draumurinn blundaði í mér frá því ég var smástelpa, en örlögin höguðu því þannig að ég fór að vinna sem setjari á Morgunblaðinu og ílentist þar í mörg ár. Ég var orðin 36 ára og með þrjú börn þegar ég ákvað loksins að láta drauminn rætast og dreif mig í nám." Inga sér ekki eftir því og hefur notið hverrar mínútu frá því hún útskrifaðist úr keramikdeild Listaháskólans. "Ég opnaði vinnustofu hér í bílskúrnum meðan ég var í námi, en hér hefur aldrei komið bíll inn fyrir dyr," segir hún hlæjandi. Íslensk náttúra er Ingu afar hugleikin, ekki síst jöklarnir og bláminn, sem hún segir að eigi sér enga hliðstæðu. "Það er hvergi annars staðar þessi sérstaki blái litur," segir Inga sem hefur meðal annars hannað sérstaka línu í bláa litnum. Hún vinnur líka í postulín og á vinnustofunni getur að líta gullfallega lampa, kertastjaka, skálar og vasa úr postulíni. Þá hefur Inga gert fjölda veggmynda úr leir og segist nú dunda sér örlítið í glerinu sér til skemmtunar. "Þetta er bara svona auka," segir hún og sýnir blaðamanni ægifagra matardiska, servíettuhringi og skálar. Nú er Inga á leið í samstarf við aðra Ingu, Ingu Maríu Sverrisdóttur listakonu, en þær stöllur unnu einmitt saman á Morgunblaðinu fyrir margt löngu. Inga María er nýkomin heim úr listnámi í Englandi og er með vinnustofu í verslun sinni Holtablómum á Langholtsvegi. Nú ætla þær að sameina krafta sína og vera með gallerí á Langholtsveginum ásamt Ásdísi Þórarinsdóttur myndlistakonu. Galleríið hefur hlotið nafnið Holtablóm _ 104 listgalleri, og þar bjóða stelpurnar upp á eigin muni í bland við allskyns gjafavöru og blóm. Galleríið opnar með með pompi og pragt á sunnudag en þá verður opið hús frá klukkan 13 til 18 og boðið upp á léttar veitingar og kaffi. Í tilefni Valentíusardagsins verða skemmtilegir hlutir í boði sem tengjast deginum. Súpu- og pastaskálarnar á veitingastaðnum Ítalíu eru eftir Ingu . FleiriGVAPostulínslamparnir eru afar fallegir og fást bæði sem lampar og loftljós.GVA
Hús og heimili Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira