Lífið

Örkin hans Nóa flytur suður

Í nóvember opnaði á Nýbýlaveginum í Kópavogi húsgagnaverslun sem ber nafnið Mubla. Eigendur verslunarinnar eru þó engir nýgræðingar í bransanum heldur hafa þeir selt gæðahúsgögn í yfir tuttugu ár í höfuðstað Norðurlands. Mubla er fyrsta verslun þeirra hér í borg en það var á Akureyri sem ævintýrið byrjaði fyrir mörgum mörgum árum í Örkinni hans Nóa. Örkin hans Nóa var stofnuð af foreldrum eins eigandans, en faðirinn, Nói sjálfur, er feykilega flinkur húsgagnasmiður og listamaður og byrjaði að selja eigin húsgögn í bland við innflutt. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú hefur Örkin fært út kvíarnar og siglt suður undir flaggi Mublu. Viðskiptin í Mublu hafa farið vel af stað og það er greinilegt að húsgögnin sem þar er boðið upp á falla hér í góðan jarðveg. Dönsk húsgögn frá fyrirtækinu Lind eru áberandi í versluninni en einnig býður Mubla upp á vörur frá Ítalíu, Þýskalandi og Hollandi. Í bland við flott hönnuð húsgögnin má svo sjá girnilega gjafavöru, lampa, skálar, vínglös og karöflur. Um þessar mundir eru vetrartilboð í gangi hjá Mublu.
Rauður lampi kr. 49.990
Beige hægindastóll kr. 179.800
Sófaborð kr. 99.800
Skenkur kr. 99.800
Svartur leðursófi m/tekkörmum kr. 109.800





Fleiri fréttir

Sjá meira


×