Ekkert hús án kvikinda 14. febrúar 2005 00:01 Erling Ólafsson dýrafræðingur segir pöddur í öllum húsum, jafnt timburhúsum sem steinhúsum. Flestar þeirra séu skaðlausar en veggjatítlur séu líka landlægar og þær éti upp hús smám saman. "Það er ekkert hús á landinu án kvikinda. Það gildir jafnt sumar og vetur, enda er svipað loftslag innanhúss allt árið. Svo er bara spurning hvernig kvikindi það eru og hvort fólk tekur eftir þeim," segir dýrafræðingurinn Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun. Hann kveðst oft fá fleiri en eina pöddu á dag frá fólki sem þekki þær ekki. "Ég læt fólk vita hvað er á ferðinni og athuga hvort fólk vilji eða geti gert eitthvað gegn pöddunum sjálft eða ekki. En það er erfitt fyrir mig að gera hernaðarplan án þess að þekkja til aðstæðna því hvert hús er tilfelli fyrir sig," segir hann. Spurður hvort þar séu meindýr á ferð svarar hann: "Sum eru meindýr og önnur ekki og svo getur það verið túlkunaratriði. Sumar tegundir gera ekkert annað en bíta sálina hjá fólki. Þær verða að teljast meindýr líka. Þeim finnst það að minnsta kosti sem eru bitnir." Hann segir alltaf ný kvikindi að berast til landsins, oft með sýktri matvöru, en ekki sé þar með sagt að þau setjist öll hér að. En skyldi vera meira um pöddur í timburhúsum en steinhúsum? "Nei, ekkert frekar. En það getur verið erfiðara við þær að eiga í timburhúsum, vegna holrýmis inni í veggjum," svarar hann. Margir muna eftir veggjatítluhúsinu í Hafnarfirði sem varð að rífa. Erling segir veggjatítlur vera landlægar hér. Hús líði fyrir þær og þau verði smám saman étin upp. "Fasteignasalar eru orðnir meira meðvitaðir um þetta í seinni tíð og eru á varðbergi þegar gömul timburhús eru annars vegar. Enda verður fólk að spyrjast fyrir og fá fagmannlegan smið til að skoða ástand viðarins," segir Erling. Spurður hvort hann sé með spennandi pöddur í kringum sig á þessari stundu svarar hann: "Ég er alltaf með skemmtilegar pöddur í kringum mig. Annars væri ég ekki í þessu. En þær eru ekki endilega bundnar húsum. Minn hugur er meira í þeirri fánu sem finnst úti í náttúrunni." Hús og heimili Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Erling Ólafsson dýrafræðingur segir pöddur í öllum húsum, jafnt timburhúsum sem steinhúsum. Flestar þeirra séu skaðlausar en veggjatítlur séu líka landlægar og þær éti upp hús smám saman. "Það er ekkert hús á landinu án kvikinda. Það gildir jafnt sumar og vetur, enda er svipað loftslag innanhúss allt árið. Svo er bara spurning hvernig kvikindi það eru og hvort fólk tekur eftir þeim," segir dýrafræðingurinn Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun. Hann kveðst oft fá fleiri en eina pöddu á dag frá fólki sem þekki þær ekki. "Ég læt fólk vita hvað er á ferðinni og athuga hvort fólk vilji eða geti gert eitthvað gegn pöddunum sjálft eða ekki. En það er erfitt fyrir mig að gera hernaðarplan án þess að þekkja til aðstæðna því hvert hús er tilfelli fyrir sig," segir hann. Spurður hvort þar séu meindýr á ferð svarar hann: "Sum eru meindýr og önnur ekki og svo getur það verið túlkunaratriði. Sumar tegundir gera ekkert annað en bíta sálina hjá fólki. Þær verða að teljast meindýr líka. Þeim finnst það að minnsta kosti sem eru bitnir." Hann segir alltaf ný kvikindi að berast til landsins, oft með sýktri matvöru, en ekki sé þar með sagt að þau setjist öll hér að. En skyldi vera meira um pöddur í timburhúsum en steinhúsum? "Nei, ekkert frekar. En það getur verið erfiðara við þær að eiga í timburhúsum, vegna holrýmis inni í veggjum," svarar hann. Margir muna eftir veggjatítluhúsinu í Hafnarfirði sem varð að rífa. Erling segir veggjatítlur vera landlægar hér. Hús líði fyrir þær og þau verði smám saman étin upp. "Fasteignasalar eru orðnir meira meðvitaðir um þetta í seinni tíð og eru á varðbergi þegar gömul timburhús eru annars vegar. Enda verður fólk að spyrjast fyrir og fá fagmannlegan smið til að skoða ástand viðarins," segir Erling. Spurður hvort hann sé með spennandi pöddur í kringum sig á þessari stundu svarar hann: "Ég er alltaf með skemmtilegar pöddur í kringum mig. Annars væri ég ekki í þessu. En þær eru ekki endilega bundnar húsum. Minn hugur er meira í þeirri fánu sem finnst úti í náttúrunni."
Hús og heimili Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira