Lífið

Góður vinur á veggnum

Einhleypir Þjóðverjar geta nú slegið á einmanaleikann með því að kaupa veggfóður með myndum af fólki í fullri stærð. Veggfóðursæðið sem gengur nú yfir ætlar engan endi að taka og hafa tveir sniðugir hönnuðir í Þýskalandi tekið sig til og hannað veggfóður með áprentuðum myndum af fólki í raunverulegri stærð. Hugsunin er sú að einhleypir geti fengið sér félaga á heimilið án leiðindana sem fylgir sambúðarfólki. Enginn sem vaskar ekki upp eftir sig, nöldrar eða skilur eftir skítuga sokka á gólfinu. Þessi snilldarhönnun hefur slegið í gegn og vann gullna pálmann í hönnun, eða Deco D´or, fyrir árið 2004 þar sem Phillip Starck var formaður dómnefndar. Fólkið á veggfóðrinu, sem allt er mjög myndarlegt, á sér nöfn og er hvert þeirra í sérstöku hlutverki. Adrian hlustar á tónlist með manni og Priscilla er til í að djamma á meðan Barbara lætur fara vel um sig í sófanum að lesa rómantíska skáldsögu. Auðvelt er að festa veggfóðrið á vegg og taka aftur niður þannig að hægt er að flytja þessa huggulegu félaga með sér í annað húsnæði. Veggfóðursfélagana skemmtilegu er hægt að skoða betur á vefsíðunni www.single-tapete.de.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×