Djús og gos valda offitu barna 15. febrúar 2005 00:01 Eitt til tvö glös af ávaxtasafa eða sykurgosi á dag geta reynst ungum börnum skeinuhætt, einkum þeim sem eiga vanda til að fitna. Bandarískir næringarfræðingar segja löngu tímabært að foreldrar hætti að gefa ungum börnum sínum ávaxtasafa og eða sykraða gosdrykki. Það er þekkt staðreynd að ávaxtasafi getur valdið tannskemmdum í börnum en nú bendir margt til að slíkir drykkir valdi einnig offitu. Næringarfræðingarnir vestra segja að á tuttugu ára tímabili, frá 1977 til 1997, hafi neysla ungra barna á gosdrykkjum aukist um 62% og um 42% á ávaxtasafa. Á sama tíma hefur börnum sem þjáðst af offitu fjölgað til muna. Næringarfræðingarnir segja að barn sem drekkur um 35 cl af ávaxtasafa daglega sé mun hættara til að glíma síðar við offitu en barni sem drekkur ekki safa. Foreldrar eru hvattir til að hafa mjólk og vatn til reiðu þegar börnin verða þyrst. Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Eitt til tvö glös af ávaxtasafa eða sykurgosi á dag geta reynst ungum börnum skeinuhætt, einkum þeim sem eiga vanda til að fitna. Bandarískir næringarfræðingar segja löngu tímabært að foreldrar hætti að gefa ungum börnum sínum ávaxtasafa og eða sykraða gosdrykki. Það er þekkt staðreynd að ávaxtasafi getur valdið tannskemmdum í börnum en nú bendir margt til að slíkir drykkir valdi einnig offitu. Næringarfræðingarnir vestra segja að á tuttugu ára tímabili, frá 1977 til 1997, hafi neysla ungra barna á gosdrykkjum aukist um 62% og um 42% á ávaxtasafa. Á sama tíma hefur börnum sem þjáðst af offitu fjölgað til muna. Næringarfræðingarnir segja að barn sem drekkur um 35 cl af ávaxtasafa daglega sé mun hættara til að glíma síðar við offitu en barni sem drekkur ekki safa. Foreldrar eru hvattir til að hafa mjólk og vatn til reiðu þegar börnin verða þyrst.
Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira