Jakkaföt full af minningum 17. febrúar 2005 00:01 Sölvi Tryggvason, fréttamaður á Stöð 2 og nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, er ekki í vafa um hvað er ómissandi í fataskápnum. "Það er eitt sem poppar strax upp í hugann og það eru jakkaföt nokkur. Þetta eru grá teinótt og útvíð jakkaföt sem ég keypti í París fyrir um sex árum síðan. Ég nota þau enn og það má segja að þau séu það langlífasta í fataskápnum mínum," segir Sölvi og ekki spillti fyrir að jakkafötin voru hræódýr. "Ég borgaði bara um 250 franka fyrir." "Þessi jakkaföt eru mér efst í huga þegar ég hugsa um uppáhaldsflíkina mína enda hef ég átt margar góðar stundir í þessum jakkafötum og þau geyma margar góðar minningar. Það er líka ágætt efni í þeim þannig að þau hafa staðist tímans tönn þó að ég noti þau ekkert mjög mikið og aðallega á djamminu," segir Sölvi og rifjar upp eina góða minningu í jakkafötunum góðu. "Það er eitt atvik mér sérstaklega minnisstætt þegar ég mætti í jakkafötunum í Viðeyjarferð með sálfræðinemum í Háskólanum. Þar voru allir í lopapeysum og það var vægast sagt horft skringilega á mig," segir Sölvi og hlær. "Mér leið illa fyrst en seinna um kvöldið var kominn diskófílíngur í mannskapinn og þá sá ég aldeilis ekki eftir að hafa mætt í jakkafötunum." Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Sölvi Tryggvason, fréttamaður á Stöð 2 og nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, er ekki í vafa um hvað er ómissandi í fataskápnum. "Það er eitt sem poppar strax upp í hugann og það eru jakkaföt nokkur. Þetta eru grá teinótt og útvíð jakkaföt sem ég keypti í París fyrir um sex árum síðan. Ég nota þau enn og það má segja að þau séu það langlífasta í fataskápnum mínum," segir Sölvi og ekki spillti fyrir að jakkafötin voru hræódýr. "Ég borgaði bara um 250 franka fyrir." "Þessi jakkaföt eru mér efst í huga þegar ég hugsa um uppáhaldsflíkina mína enda hef ég átt margar góðar stundir í þessum jakkafötum og þau geyma margar góðar minningar. Það er líka ágætt efni í þeim þannig að þau hafa staðist tímans tönn þó að ég noti þau ekkert mjög mikið og aðallega á djamminu," segir Sölvi og rifjar upp eina góða minningu í jakkafötunum góðu. "Það er eitt atvik mér sérstaklega minnisstætt þegar ég mætti í jakkafötunum í Viðeyjarferð með sálfræðinemum í Háskólanum. Þar voru allir í lopapeysum og það var vægast sagt horft skringilega á mig," segir Sölvi og hlær. "Mér leið illa fyrst en seinna um kvöldið var kominn diskófílíngur í mannskapinn og þá sá ég aldeilis ekki eftir að hafa mætt í jakkafötunum."
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira