Bassagítarinn er stofustáss 17. febrúar 2005 00:01 Á heimili Skúla Gautasonar er hægt að finna margt skemmtilegt og þar á meðal forláta bassagítar sem á sér skemmtilega sögu. "Ég á bassagítar sem er óskaplega fallegt og gott hljóðfæri og stendur hér sem stofustáss á heimilinu, þó ég taki nú í hann af og til og spili á hann," segir Skúli Gautason, leikari og tónlistarmaður með meiru. Skúli segir bassagítarinn uppfulllan af góðum minningum og þá sérstaklega frá því er hann var í hljómsveitinni Pungó og Daisy. "Við fórum austur í Atlavík þar sem Stuðmenn voru að spila og tókum þátt í hljómsveitakeppni, sælla minninga, en unnum þó ekki," segir Skúli og hlær en segir þó að það komi gjarnan fyrir að fólk komi til hans enn í dag sem muni eftir honum úr bandinu góða. "Bassinn minnir mig á þennan tíma en þetta var gríðarlega mikið ævintýri," segir Skúli sem seinna stofnaði Sniglabandið og margir sem þekkja hann þaðan, þó ekki hafi hann spilað á bassa þar. Á heimili Skúla ægir öllu saman að hans sögn og á hver hlutur sér minningu, enda er hann ekki maður sem stekkur til og kaupir það nýjasta á markaðinum. "Ég er lengi að taka nýja hönnun í sátt en þegar ég geri það, þá er ég henni tryggur," segir Skúli. Hann er alvanur að tónlistin sé hluti af heimilinu og spilaði pabbi hans meðal annars bæði á harmóniku og sög. "Pabbi var meira segja nokkuð góður á sög, en til þess þarf maður bæði að vera músíkalskur og handsterkur," segir Skúli sem erfði nokkrar sagir eftir pabba sinn, bæði sérhannaðar sem hljóðfæri og aðrar sem hann hafði fundið á lífsleiðinni og hljómuðu vel. "Ég hlusta mikið eftir því hvernig hlutir hljóma, hvort sem það eru bollar eða styttur eða hvað sem er," segir Skúli sem augljóslega fær hljóðfæri og heimilishluti til að renna í eitt. Hús og heimili Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira
Á heimili Skúla Gautasonar er hægt að finna margt skemmtilegt og þar á meðal forláta bassagítar sem á sér skemmtilega sögu. "Ég á bassagítar sem er óskaplega fallegt og gott hljóðfæri og stendur hér sem stofustáss á heimilinu, þó ég taki nú í hann af og til og spili á hann," segir Skúli Gautason, leikari og tónlistarmaður með meiru. Skúli segir bassagítarinn uppfulllan af góðum minningum og þá sérstaklega frá því er hann var í hljómsveitinni Pungó og Daisy. "Við fórum austur í Atlavík þar sem Stuðmenn voru að spila og tókum þátt í hljómsveitakeppni, sælla minninga, en unnum þó ekki," segir Skúli og hlær en segir þó að það komi gjarnan fyrir að fólk komi til hans enn í dag sem muni eftir honum úr bandinu góða. "Bassinn minnir mig á þennan tíma en þetta var gríðarlega mikið ævintýri," segir Skúli sem seinna stofnaði Sniglabandið og margir sem þekkja hann þaðan, þó ekki hafi hann spilað á bassa þar. Á heimili Skúla ægir öllu saman að hans sögn og á hver hlutur sér minningu, enda er hann ekki maður sem stekkur til og kaupir það nýjasta á markaðinum. "Ég er lengi að taka nýja hönnun í sátt en þegar ég geri það, þá er ég henni tryggur," segir Skúli. Hann er alvanur að tónlistin sé hluti af heimilinu og spilaði pabbi hans meðal annars bæði á harmóniku og sög. "Pabbi var meira segja nokkuð góður á sög, en til þess þarf maður bæði að vera músíkalskur og handsterkur," segir Skúli sem erfði nokkrar sagir eftir pabba sinn, bæði sérhannaðar sem hljóðfæri og aðrar sem hann hafði fundið á lífsleiðinni og hljómuðu vel. "Ég hlusta mikið eftir því hvernig hlutir hljóma, hvort sem það eru bollar eða styttur eða hvað sem er," segir Skúli sem augljóslega fær hljóðfæri og heimilishluti til að renna í eitt.
Hús og heimili Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira