Lífið

Tilfinningar til Fríkirkjunnar

Sigurður Sigurjónsson leikari er innfæddur Gaflari og nefnir fyrst íþróttaheimili Hauka á Ásvöllum þegar hann er spurður um uppáhaldshús í Hafnarfirði. Við nánari umhugsun skiptir hann um skoðun og vill nefna Fríkirkjuna fyrsta. "Ef ég á að vera rómantískur verð ég að nefna Fríkirkjuna þar sem ég er skírður, fermdur og giftur," segir hann. "Þetta er lítil falleg bygging á fallegum stað og svo er hún tengd mér tilfinningalega. En hjartað er auðvitað ekki síður á Ásvöllum þar sem ég hef átt ljúfar stundir með Haukunum þegar þeir mala andstæðinginn." Siggi segist vera "skuldlaus gaflari, sem þýðir að fjölskylda hans hefur búið þar kynslóð fram af kynslóð, og hann telur engan bæ fegurri né betri. "Og hef ég þó víða farið," segir hann og brosir hógværu brosi. Hann viðurkennir þó að þar sem hann hafi aldei búið annars staðar sé hann kannski svolítið hlutlægur. "Gömlu húsin í vesturbænum í Hafnarfirði flokkast undir minn uppáhaldsarkitektúr og reyndar öll klassík íslensk byggingarlist yfirleitt. Ég bakka ekkert með það," segir hann hlæjandi og greinilegt að í þessu tilliti er djúpt á "Reykásnum" hið innra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×