Ávani verri en heróín 22. febrúar 2005 00:01 Hunter S. Thompson skaut sig um daginn, ég veit ekki hvað það kom mikið á óvart. Áhugi hans á byssum var þekktur og líka á brennivíni og dópi - það er varla góð blanda, sérstaklega ekki þegar menn verða gamlir. Í hillunni hjá mér er gamalt eintak af bók eftir Thompson, mikilll doðrantur, The Great Shark Hunt, safn af greinum og bókarskrifum. Þegar ég var um tvítugt þótti mér þetta óskaplega skemmtilegt - var sífellt að vitna í þetta. Thompson var í fararbroddi í þeim hópi sem kallaðist "nýja blaðamennskan" upp úr 1970 (hinn aðalgæinn var Tom Wolfe). Aðferð þessara manna var að setja sjálfa sig í miðpunkt, hafa fullt af skoðunum, prófa hlutina á sjálfum sér - líka þótt það þýddi að fara í botn mannfélagsins - tjá sig af slíkum ákafa að stundum var eins og textinn væri að springa. Sumt af þessu var mjög hressandi á sínum tíma, þótt annað virki dálítið þreytandi núorðið. Thompson gerðist meðlimur Hells Angels mótorhjólagengisins og var barinn í klessu. Frægust er þó hin mikla eiturlyfjaferð hans til Las Vegas sem er lýst í bókinni Fear and Lothing in Las Vegas. Þetta varð síðar að kvikmynd eftir Terry Gillam - Johnny Depp lék Thompson. Mér þótti sú bók nokkuð yfirdrifin, kannski hafði ég ekki nægan áhuga á eiturlyfjum, en hins vegar var stórkostlegt að lesa Fear and Loathing on the Campaign Trail þar sem er lýst kosningabaráttu Richards Nixons 1972. Svona hafði maður ekki áður séð skrifað um stjórnmál - pólitíkusarnir fengu það óþvegið, ekkert var dregið undan. Fræg lýsing Thompsons á Nixon er að hann hafi verið fulltrúi myrkrar, illgjarnrar og ólæknandi ofbeldishneigðrar hliðar á bandarísku þjóðarsálinni. --- --- --- Annars eru önnur orð eftir Thompson sem ég hef stundum vitnað til þegar ég hef orðið mjög leiður á blaðamennsku eða örvæntingarfullur vegna þess að ég er fastur í þessu fagi. Þetta er úr formála bókar sem nefnist Generation of Swine, í lauslegri þýðingu: "Ég hef eytt hálfu lífi mínu í að reyna að losna út úr blaðamennsku, en ég er ennþá fastur í henni - lágkúrulegri atvinnugrein, ávana sem er verri en heróín, einkennilega drungalegri veröld fullri af beisku fólki, fyllibyttum og lánleysingjum. Hópmynd af tíu helstu blaðamönnunum í Bandaríkjunum væri minnisvarði um mannlegan ljótleika. Þetta er ekki fag sem laðar til sín mikið af smörtu fólki, ekki alþjóðlegt þotuliðið eða Calvin Klein týpur. Sólin sest í eldrauðu ljóshafi fyrir austan Casablanca áður en blaðamaður kemst á forsíðu People tímaritsins." Svo er spurning hvernig þetta eldist hjá Thompson? Líkt og önnur blaðamennska eru skrif hans mjög bundin tíma sínum. Skáld geta hins vegar ratað á að skrifa eitthvað sem lifir lengi ef þau hafa heppni og hæfileika. En Thompson er vissulega athyglisvert fyrirbæri og áminning á tíma þegar blaðamennska er að miklu leyti komin í sjónvarp í eigu auðhringa - og ástundendur hennar eru upp til hópa meiningarlausir, meðalmennskulegir jámenn eins og lesa má úr meðfylgjandi skopmynd. --- --- --- 1962 kom tónskáldið Stravinsky aftur til Rússlands en hann hafði verið útlægur þaðan síðan í byltingunni. Meðal þeirra sem hann hitti var tónskáldið Shostakovits. Þetta var frekar erfiður fundur, báðir höfðu með sér nokkuð þungan pólitískan farangur. Þannig að framan af fór þeim lítið á milli nema vandræðaleg þögn og einsatkvæðisorð. Svo varð öðrum hvorum þeirra á að nefna Puccini - og þá segir sagan að hafi glaðnað yfir þeim báðum. Þarna fundu þeir nefnilega sameiginlegan flöt - að þola ekki Puccini. Gátu þeir skrafað um það góða stund. Jónas Sen var í viðtali hjá mér í Silfri Egils á sunnudag. Hann er yfirlýsingaglaður - líkti gömlu óperunum við "muzak". Ég hallast frekar að því að vera sammála honum. Þetta gamla steríla listform er eins og að fara í vaxmyndasafn - verst þó þegar reynt er að poppa það upp. Samt þýðir líklega ekki mikið að bjóða upp á nútímaóperur - fólkið vill ekki sjá þær. En það er alveg jafn galið að setja upp Tosca í húsi sem rúmar fjögur hundruð manns og hætta svo eftir tíu sýningar vegna þess að annars yrði tapið alltof mikið. Þannig verður fjöldinn sem getur komist á þessar sýningar álíka mikill og á þremur sýningum í Háskólabíói. Það er alveg rétt hjá Jónasi - þetta er ópera í skókassa. --- --- --- Nú er komið í ljós að hið mikla Laugavegsmál er að hluta til byggt á vitlausum upplýsingum. Staðhæft var að til stæði að rífa tvö ágæt hús - sem svo er alls ekki ætlunin að fjarlægja. Mér er ókunnugt um hvort vitleysan er komin frá blaðamönnum eða starfsmönnum borgarinnar. Þetta eru Laugavegur 17 þar sem er franska barnafatabúðin og Laugavegur 20 þar sem er Kaffi List. Í gær birtist til dæmis viðtal við Guðjón Friðriksson í DV þar sem hann mótmælti því að fyrra húsið yrði rifið - á öðrum stað í blaðinu var svo sagt að ekki stæði til að rífa húsið! Þannig er öll þessi umræða byggð á vondum upplýsingum og tilfinningasemi. Menn ættu að skoða málið aðeins áður en þeir tala. Það mun til dæmis enginn geta sagt mér að byggingarnar sem hýsa Nikebúðina, Shanghæ eða Blúsbarinn séu menningarverðmæti. Pétur H. Ármannsson, sérfræðingur í byggingalistarsögu, var í þættinum hjá mér á sunnudag. Hann talaði um að aðalmálið væri hvernig væri byggt þarna - hvað kæmi í staðinn? Það má hugsa sér að mörkuð verði stefna um útlit nýbygginga á Laugaveginum. Þetta þarf ekki endilega að vera í bárujárnsstíl - það er líka hægt að benda á mjög fallega viðbyggingu við verslunina 17 sem Bolli Kristinsson reisti fyrir nokkrum árum. Líklega er það best heppnaða nýbygging á Laugavegi. --- --- --- Bendi svo á nokkur ný lesendabréf hér neðar á síðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Hunter S. Thompson skaut sig um daginn, ég veit ekki hvað það kom mikið á óvart. Áhugi hans á byssum var þekktur og líka á brennivíni og dópi - það er varla góð blanda, sérstaklega ekki þegar menn verða gamlir. Í hillunni hjá mér er gamalt eintak af bók eftir Thompson, mikilll doðrantur, The Great Shark Hunt, safn af greinum og bókarskrifum. Þegar ég var um tvítugt þótti mér þetta óskaplega skemmtilegt - var sífellt að vitna í þetta. Thompson var í fararbroddi í þeim hópi sem kallaðist "nýja blaðamennskan" upp úr 1970 (hinn aðalgæinn var Tom Wolfe). Aðferð þessara manna var að setja sjálfa sig í miðpunkt, hafa fullt af skoðunum, prófa hlutina á sjálfum sér - líka þótt það þýddi að fara í botn mannfélagsins - tjá sig af slíkum ákafa að stundum var eins og textinn væri að springa. Sumt af þessu var mjög hressandi á sínum tíma, þótt annað virki dálítið þreytandi núorðið. Thompson gerðist meðlimur Hells Angels mótorhjólagengisins og var barinn í klessu. Frægust er þó hin mikla eiturlyfjaferð hans til Las Vegas sem er lýst í bókinni Fear and Lothing in Las Vegas. Þetta varð síðar að kvikmynd eftir Terry Gillam - Johnny Depp lék Thompson. Mér þótti sú bók nokkuð yfirdrifin, kannski hafði ég ekki nægan áhuga á eiturlyfjum, en hins vegar var stórkostlegt að lesa Fear and Loathing on the Campaign Trail þar sem er lýst kosningabaráttu Richards Nixons 1972. Svona hafði maður ekki áður séð skrifað um stjórnmál - pólitíkusarnir fengu það óþvegið, ekkert var dregið undan. Fræg lýsing Thompsons á Nixon er að hann hafi verið fulltrúi myrkrar, illgjarnrar og ólæknandi ofbeldishneigðrar hliðar á bandarísku þjóðarsálinni. --- --- --- Annars eru önnur orð eftir Thompson sem ég hef stundum vitnað til þegar ég hef orðið mjög leiður á blaðamennsku eða örvæntingarfullur vegna þess að ég er fastur í þessu fagi. Þetta er úr formála bókar sem nefnist Generation of Swine, í lauslegri þýðingu: "Ég hef eytt hálfu lífi mínu í að reyna að losna út úr blaðamennsku, en ég er ennþá fastur í henni - lágkúrulegri atvinnugrein, ávana sem er verri en heróín, einkennilega drungalegri veröld fullri af beisku fólki, fyllibyttum og lánleysingjum. Hópmynd af tíu helstu blaðamönnunum í Bandaríkjunum væri minnisvarði um mannlegan ljótleika. Þetta er ekki fag sem laðar til sín mikið af smörtu fólki, ekki alþjóðlegt þotuliðið eða Calvin Klein týpur. Sólin sest í eldrauðu ljóshafi fyrir austan Casablanca áður en blaðamaður kemst á forsíðu People tímaritsins." Svo er spurning hvernig þetta eldist hjá Thompson? Líkt og önnur blaðamennska eru skrif hans mjög bundin tíma sínum. Skáld geta hins vegar ratað á að skrifa eitthvað sem lifir lengi ef þau hafa heppni og hæfileika. En Thompson er vissulega athyglisvert fyrirbæri og áminning á tíma þegar blaðamennska er að miklu leyti komin í sjónvarp í eigu auðhringa - og ástundendur hennar eru upp til hópa meiningarlausir, meðalmennskulegir jámenn eins og lesa má úr meðfylgjandi skopmynd. --- --- --- 1962 kom tónskáldið Stravinsky aftur til Rússlands en hann hafði verið útlægur þaðan síðan í byltingunni. Meðal þeirra sem hann hitti var tónskáldið Shostakovits. Þetta var frekar erfiður fundur, báðir höfðu með sér nokkuð þungan pólitískan farangur. Þannig að framan af fór þeim lítið á milli nema vandræðaleg þögn og einsatkvæðisorð. Svo varð öðrum hvorum þeirra á að nefna Puccini - og þá segir sagan að hafi glaðnað yfir þeim báðum. Þarna fundu þeir nefnilega sameiginlegan flöt - að þola ekki Puccini. Gátu þeir skrafað um það góða stund. Jónas Sen var í viðtali hjá mér í Silfri Egils á sunnudag. Hann er yfirlýsingaglaður - líkti gömlu óperunum við "muzak". Ég hallast frekar að því að vera sammála honum. Þetta gamla steríla listform er eins og að fara í vaxmyndasafn - verst þó þegar reynt er að poppa það upp. Samt þýðir líklega ekki mikið að bjóða upp á nútímaóperur - fólkið vill ekki sjá þær. En það er alveg jafn galið að setja upp Tosca í húsi sem rúmar fjögur hundruð manns og hætta svo eftir tíu sýningar vegna þess að annars yrði tapið alltof mikið. Þannig verður fjöldinn sem getur komist á þessar sýningar álíka mikill og á þremur sýningum í Háskólabíói. Það er alveg rétt hjá Jónasi - þetta er ópera í skókassa. --- --- --- Nú er komið í ljós að hið mikla Laugavegsmál er að hluta til byggt á vitlausum upplýsingum. Staðhæft var að til stæði að rífa tvö ágæt hús - sem svo er alls ekki ætlunin að fjarlægja. Mér er ókunnugt um hvort vitleysan er komin frá blaðamönnum eða starfsmönnum borgarinnar. Þetta eru Laugavegur 17 þar sem er franska barnafatabúðin og Laugavegur 20 þar sem er Kaffi List. Í gær birtist til dæmis viðtal við Guðjón Friðriksson í DV þar sem hann mótmælti því að fyrra húsið yrði rifið - á öðrum stað í blaðinu var svo sagt að ekki stæði til að rífa húsið! Þannig er öll þessi umræða byggð á vondum upplýsingum og tilfinningasemi. Menn ættu að skoða málið aðeins áður en þeir tala. Það mun til dæmis enginn geta sagt mér að byggingarnar sem hýsa Nikebúðina, Shanghæ eða Blúsbarinn séu menningarverðmæti. Pétur H. Ármannsson, sérfræðingur í byggingalistarsögu, var í þættinum hjá mér á sunnudag. Hann talaði um að aðalmálið væri hvernig væri byggt þarna - hvað kæmi í staðinn? Það má hugsa sér að mörkuð verði stefna um útlit nýbygginga á Laugaveginum. Þetta þarf ekki endilega að vera í bárujárnsstíl - það er líka hægt að benda á mjög fallega viðbyggingu við verslunina 17 sem Bolli Kristinsson reisti fyrir nokkrum árum. Líklega er það best heppnaða nýbygging á Laugavegi. --- --- --- Bendi svo á nokkur ný lesendabréf hér neðar á síðunni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun