Innlent

Vanhugsaðar hugmyndir ráðherra

Vinstri - grænir í Skagafirði mótmæla harðlega „vanhugsuðum hugmyndum“ iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Þeir segja markaðs- og einkavæðing almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar ganga þvert gegn vilja og hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar og nú þegar hafi ráðstafanir stjórnvalda leitt til umtalsverðra hækkana á raforkuverði. Stjórn Vinstri - grænna í Skagafirði hvetur alþingismenn til að standa vörð um almannahagsmuni og hafna þeirri aðför að landsbyggðinni sem í hugmyndum ráðherra Framsóknarflokksins felast. „Áform ráðherra eru einnig alvarleg svik á þeim loforðum sem gefin voru af hálfu stjórnvalda þegar Orkubú Vestfjarða og Rafveita Sauðárkróks voru höfð af heimamönnum þvert gegn vilja meginþorra þeirra,“ segir að lokum í tilkynningu VG í Skagafirði. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×