Íslenska lopapeysan sem tískuvara 24. febrúar 2005 00:01 Feðginin Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Guðmundsdóttir hafa látið endurhanna klassísku íslensku lopapeysuna og selja hana undir merkjum Cintamanis. Lopapeysan er algerlega að slá í gegn þessa dagana og maður hlýtur því að spyrja sig hvað það er sem veldur. Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Skúladóttir hjá Sportís eiga ef til einhverja sök að máli en þau hafa látið endurhanna lopapeysuna og selja hana nú í fyrsta sinn sem tískuvöru undir vörumerki Cintamanis. "Við viljum gera íslensku lopapeysuna að tískuvöru ásamt því að auka notagildi hennar. Hún á ekki bara að vera einhver peysa sem útlendingar kaupa til sönnunar um að þeir hafi verið á Íslandi, heldur notuð dags daglega við hvaða aðstæður sem er," segja þau Skúli og Elva Rósa. Íslenska lopapeysan hefur fengið smá andlitslyftingu hjá Cintamani og má þar nefna að aðeins er munstubekkur á henni að ofan og kvenpeysurnar eru aðsniðnar til að gera þær klæðilegri. Bæði er hægt að fá þær heilar og með rennilás sem renndur er í báðar áttir. "Við erum eingöngu með peysurnar í svörtu og hvítu þó það sé hægt að leita til okkar ef fólk er með séróskir," segir Elva Rósa og leggur áherslu á að hver einasta peysa er handprjónuð og er valið á þeim konum sem prjóna peysurnar vandað vel. "Við töldum það algert skilyrði að hafa peysurnar handprjónaðar bæði til að viðhalda þeirri þekkingu sem til er og einnig vegna þess að það er hluti af karakter peysunnar. Við notum svo aðeins bestu prjónakonurnar og við leggjum áherslu á að borga þeim það sem þær eiga skilið fyrir vinnu sína," segir Skúli en lopapeysurnar eru seldar á 14.900 lokaðar og 16.900 renndar. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Feðginin Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Guðmundsdóttir hafa látið endurhanna klassísku íslensku lopapeysuna og selja hana undir merkjum Cintamanis. Lopapeysan er algerlega að slá í gegn þessa dagana og maður hlýtur því að spyrja sig hvað það er sem veldur. Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Skúladóttir hjá Sportís eiga ef til einhverja sök að máli en þau hafa látið endurhanna lopapeysuna og selja hana nú í fyrsta sinn sem tískuvöru undir vörumerki Cintamanis. "Við viljum gera íslensku lopapeysuna að tískuvöru ásamt því að auka notagildi hennar. Hún á ekki bara að vera einhver peysa sem útlendingar kaupa til sönnunar um að þeir hafi verið á Íslandi, heldur notuð dags daglega við hvaða aðstæður sem er," segja þau Skúli og Elva Rósa. Íslenska lopapeysan hefur fengið smá andlitslyftingu hjá Cintamani og má þar nefna að aðeins er munstubekkur á henni að ofan og kvenpeysurnar eru aðsniðnar til að gera þær klæðilegri. Bæði er hægt að fá þær heilar og með rennilás sem renndur er í báðar áttir. "Við erum eingöngu með peysurnar í svörtu og hvítu þó það sé hægt að leita til okkar ef fólk er með séróskir," segir Elva Rósa og leggur áherslu á að hver einasta peysa er handprjónuð og er valið á þeim konum sem prjóna peysurnar vandað vel. "Við töldum það algert skilyrði að hafa peysurnar handprjónaðar bæði til að viðhalda þeirri þekkingu sem til er og einnig vegna þess að það er hluti af karakter peysunnar. Við notum svo aðeins bestu prjónakonurnar og við leggjum áherslu á að borga þeim það sem þær eiga skilið fyrir vinnu sína," segir Skúli en lopapeysurnar eru seldar á 14.900 lokaðar og 16.900 renndar.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira