Hundar í leikskóla 24. febrúar 2005 00:01 Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu. Það var líf of fjör þegar fréttastofan leit inn á leikskólann Voffaborg enda eigendurnir fjarri góðu gamni. Sautján leikskólabörn voru á leikskólanum og undu þar glöð við sinn hag við leik og störf. Leikskólinn sem tók til starfa í nóvember er gríðarlega vinsæll enda sá eini sinnar tegundar í borginni. Gunnar Ísdal Pétursson, hundafóstra og stofnandi leikskólans, segir að leikskólinn sé ekkert ósvipaður venjulegum leikskóla fyrir utan það að þennan sæki hundar. Komið sé með hundana á morgnana og svo sé haft ofan af fyrir þeim á daginn. Aðspurður hvernig hugmyndin hafi vaknað segir Gunnar að hann hafi fengið hana og bendir á hundaleikskólar séu til erlendis. Hundahótel hafi verið starfrækt í húsnæði leikskólans en minna hafi verið að gera á veturna. Þá hafi hann vitað að fjölmargir hundar væru einir heima á meðan eigendur þeirra væru í vinnunni. Aðspurður hvernig hundunum líki á Voffaborg segir Gunnar að þeim líði frábærlega. Voffaborg er fjölmenningarlegur leikskóli. Kisur eru nefnilega líka velkomnar og jafnvel önnur gæludýr. Gunnar segir að páfagaukar komi í skólann rétt fyrir páska en hann efist um að þeir verði eingöngu í daggæslu heldur verði þeirra gætt á meðan eigendurnir séu í fríi. Gunnar hefur alið allan sinn aldur umkringdur hinu fjölbreytilegasta dýralífi, fyrst sem sveitadrengur og síðan sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Hann segist hafa þurft að hætta þar vegna ofnæmis fyrir dýrum en hann láti sig engu að síður hafa það að reka leikskólann. Tilveran Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu. Það var líf of fjör þegar fréttastofan leit inn á leikskólann Voffaborg enda eigendurnir fjarri góðu gamni. Sautján leikskólabörn voru á leikskólanum og undu þar glöð við sinn hag við leik og störf. Leikskólinn sem tók til starfa í nóvember er gríðarlega vinsæll enda sá eini sinnar tegundar í borginni. Gunnar Ísdal Pétursson, hundafóstra og stofnandi leikskólans, segir að leikskólinn sé ekkert ósvipaður venjulegum leikskóla fyrir utan það að þennan sæki hundar. Komið sé með hundana á morgnana og svo sé haft ofan af fyrir þeim á daginn. Aðspurður hvernig hugmyndin hafi vaknað segir Gunnar að hann hafi fengið hana og bendir á hundaleikskólar séu til erlendis. Hundahótel hafi verið starfrækt í húsnæði leikskólans en minna hafi verið að gera á veturna. Þá hafi hann vitað að fjölmargir hundar væru einir heima á meðan eigendur þeirra væru í vinnunni. Aðspurður hvernig hundunum líki á Voffaborg segir Gunnar að þeim líði frábærlega. Voffaborg er fjölmenningarlegur leikskóli. Kisur eru nefnilega líka velkomnar og jafnvel önnur gæludýr. Gunnar segir að páfagaukar komi í skólann rétt fyrir páska en hann efist um að þeir verði eingöngu í daggæslu heldur verði þeirra gætt á meðan eigendurnir séu í fríi. Gunnar hefur alið allan sinn aldur umkringdur hinu fjölbreytilegasta dýralífi, fyrst sem sveitadrengur og síðan sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Hann segist hafa þurft að hætta þar vegna ofnæmis fyrir dýrum en hann láti sig engu að síður hafa það að reka leikskólann.
Tilveran Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira