Menning

Slátrun, bleikjuvinnsla og bruggun

Efling atvinnulífs brennur á íbúum Kirkjubæjarklausturs. Íbúar á Kirkjubæjarklaustri vilja halda sláturhúsi á staðnum í rekstri með einhverjum hætti, annað hvort endurbæta það hús sem fyrir er eða byggja nýtt. Þetta kom fram á borgarafundi sem sveitarstjórnin í Skaftárhreppi efndi til nýlega. Sláturhúsið sem SS hefur rekið undanfarin ár var lagt niður síðastliðið haust því það taldist ekki uppfylla ítrustu kröfur sem gerðar eru til slátrunar til útflutnings. Heimamenn hafa hins vegar ekki síst heimamarkað í huga þegar þeir hugsa um slátrun á staðnum því í grenndinni er stunduð öflug ferðaþjónusta og bændur vilja nýta sínar afurðir sjálfir. Einnig var rætt um að koma upp bleikjuvinnslustöð því bleikjueldi er stundað á staðnum. Hugmynd um bruggverksmiðju hefur líka komið upp á Klaustri. Allt til að bæta atvinnulífið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.