Lífið

Föndurkofinn tekur stakkaskiptum

Katrín Gísladóttir leirlistakona er að henda föndrinu út fyrir nýjar vörur. Hún ætlar að einbeita sér að gjafavöru en sveitastíllinn verður sem fyrr áberandi. "Ég er að henda öllu föndrinu út fyrir nýjar vörur og ætla að einbeita mér að gjafavörunni eingöngu," segir Katrín Gísladóttir, leirlistakona og eigandi Föndurkofans í Brautarholti. Katrín tók nýjar vörur inn fyrir jólin og alltaf bætist við. "Ég er búin að vera með föndrið i átta ár og er einfaldlega að skipta um stefnu en við verðum áfram í sveitastílnum. Ég hef líka alltaf verið með mikið kertaúrval, bæði ilmkerti og venjuleg og er að taka inn nýjar sendingar af þeim og svo eru silkiblómin sívinsæl. Nú er ég nýkomin af sýningu þar sem ég gerði stóra pöntun í sápum og baðsöltum, allt úr náttúrulegum efnum og svo má ekki gleyma kaffibollum og -baukum, tekötlum og ostabökkum og allskonar gjafavöru annarri. Við erum líka montin af því að geta boðið upp á vörur frá Amishfólkinu, bæði ruggustóla og þvottabretti," segir Katrín.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×