Ný lög um samkeppnismál 4. mars 2005 00:01 Í frumvörpum þeim sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði fram á Alþingi í vikunni um samkeppnis- og neytendamál felast margs konar nýmæli. Í viðtali við Fréttablaðið í gær segir Valgerður: "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum". Það var löngu orðin þörf á því að endurskoða samkeppnislög, eða koma fram með ný frumvörp þar að lútandi. Samkeppnisstofnun hefur mjög verið í sviðsljósinu síðustu misseri, fyrst vegna afskipta sinna af grænmetis- og ávaxtamarkaðnum, þá vegna samráðs olíufélaganna og áður vegna athugunar á tryggingamarkaðnum og ýmissa annarra athugana sem stofnunin hefur gert. Það er mjög mikilvægt að til sé í landinu öflug stofnun sem sinnir samkeppnismálum, og þessi nýju frumvörp sem nú hafa verið lögð fram mega alls ekki draga úr samkeppniseftirliti með verðlagi, hringamyndun á markaði eða öðrum atriðum sem varða neytendur og fyrirtæki. Það er ljóst af frumvörpunum að núverandi Samkeppnisstofnun verður algjörlega breytt, bæði hvað varðar skipulag og starfshætti, og hætt við að sú festa sem þar hefur náðst í starfseminni færist ekki sjálfkrafa yfir í hinar nýju stofnanir sem eiga að verða til með frumvörpunum. Viðskiptaráðherra hefur lagt áherslu á breytingar á skipulagi samkeppnismála við kynningu á frumvarpinu, og þá væntanlega meðal annars við þriðja kafla laganna þar sem fjallað er um stjórnsýslu samkeppnismála. Þar er gert ráð fyrir að þriggja manna ráðherraskipuð stjórn fari með yfirstjórn Samkeppniseftirlitsins. Skulu stjórnarmennirnir skipaðir af ráðherra til fjögurra ára í senn ásamt varamönnum. Þeir skulu allir hafa sérþekkingu á samkeppnis- og viðskiptamálum og menntun sem nýtist á þessu sviði, segir í lögunum. Þar segir enn fremur: "Meiri háttar ákvarðanir skal bera undir stjórn til samþykktar eða synjunar". Þá segir að forstjóri skuli ráðinn af stjórninni, en hann annast síðan daglega stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Hið nýja stjórnskipulag leiðir hugann að þeim verkefnum sem mest hafa verið í sviðsljósinu hjá Samkeppnisstofnun undanfarin misseri. Samkvæmt þessu hefði forstjóri stofnunarinnar þurft að bera það undir pólitískt skipaða stjórn hvort fá ætti dómsúrskurð um það hvort starfsmönnum stofnunarinnar væri heimilt að gera húsleit hjá olíufélögunum og öðrum þeim fyrirtækjum sem tekin hafa verið til rannsóknar á undanförnum árum. Í núgildandi lögum heyrir stofnunin beint undir ráðherra, en ekki pólitískt skipaða stjórn. Það er ekki víst að stjórnin hefði samþykkt að leitað yrði eftir slíkum húsleitarheimildum en þó skal ekkert um það fullyrt. Ef hið nýja skipulag reynist veikja stofnunina er betur heima setið en af stað farið, en þetta á vonandi allt eftir að skýrast í umræðum um frumvörpin á næstu vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun
Í frumvörpum þeim sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði fram á Alþingi í vikunni um samkeppnis- og neytendamál felast margs konar nýmæli. Í viðtali við Fréttablaðið í gær segir Valgerður: "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum". Það var löngu orðin þörf á því að endurskoða samkeppnislög, eða koma fram með ný frumvörp þar að lútandi. Samkeppnisstofnun hefur mjög verið í sviðsljósinu síðustu misseri, fyrst vegna afskipta sinna af grænmetis- og ávaxtamarkaðnum, þá vegna samráðs olíufélaganna og áður vegna athugunar á tryggingamarkaðnum og ýmissa annarra athugana sem stofnunin hefur gert. Það er mjög mikilvægt að til sé í landinu öflug stofnun sem sinnir samkeppnismálum, og þessi nýju frumvörp sem nú hafa verið lögð fram mega alls ekki draga úr samkeppniseftirliti með verðlagi, hringamyndun á markaði eða öðrum atriðum sem varða neytendur og fyrirtæki. Það er ljóst af frumvörpunum að núverandi Samkeppnisstofnun verður algjörlega breytt, bæði hvað varðar skipulag og starfshætti, og hætt við að sú festa sem þar hefur náðst í starfseminni færist ekki sjálfkrafa yfir í hinar nýju stofnanir sem eiga að verða til með frumvörpunum. Viðskiptaráðherra hefur lagt áherslu á breytingar á skipulagi samkeppnismála við kynningu á frumvarpinu, og þá væntanlega meðal annars við þriðja kafla laganna þar sem fjallað er um stjórnsýslu samkeppnismála. Þar er gert ráð fyrir að þriggja manna ráðherraskipuð stjórn fari með yfirstjórn Samkeppniseftirlitsins. Skulu stjórnarmennirnir skipaðir af ráðherra til fjögurra ára í senn ásamt varamönnum. Þeir skulu allir hafa sérþekkingu á samkeppnis- og viðskiptamálum og menntun sem nýtist á þessu sviði, segir í lögunum. Þar segir enn fremur: "Meiri háttar ákvarðanir skal bera undir stjórn til samþykktar eða synjunar". Þá segir að forstjóri skuli ráðinn af stjórninni, en hann annast síðan daglega stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Hið nýja stjórnskipulag leiðir hugann að þeim verkefnum sem mest hafa verið í sviðsljósinu hjá Samkeppnisstofnun undanfarin misseri. Samkvæmt þessu hefði forstjóri stofnunarinnar þurft að bera það undir pólitískt skipaða stjórn hvort fá ætti dómsúrskurð um það hvort starfsmönnum stofnunarinnar væri heimilt að gera húsleit hjá olíufélögunum og öðrum þeim fyrirtækjum sem tekin hafa verið til rannsóknar á undanförnum árum. Í núgildandi lögum heyrir stofnunin beint undir ráðherra, en ekki pólitískt skipaða stjórn. Það er ekki víst að stjórnin hefði samþykkt að leitað yrði eftir slíkum húsleitarheimildum en þó skal ekkert um það fullyrt. Ef hið nýja skipulag reynist veikja stofnunina er betur heima setið en af stað farið, en þetta á vonandi allt eftir að skýrast í umræðum um frumvörpin á næstu vikum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun