Lífið

Nýr íslenskur uppboðsvefur

"Þetta er fyrsti alvöru uppboðsvefurinn hér á landi. Möguleikarnir eru endalausir fyrir viðskiptavini og það besta fyrir fólk er auðvitað að það kostar ekki krónu að skrá hluti á uppboð og nota vefinn, segir Karl Bragason, eigandi uppboðsvefsins 10.is á Netinu. Karl á einnig vefinn bílatorg.is. Að sögn Karls hefur vefurinn farið mjög vel af stað og í fyrstu vikunni mældust heimsóknirnar um tíu þúsund. Hann segir 10.is byggðan upp ekki ósvipað og hinn erlenda uppboðsvef, ebay.com, sem margir þekkja. Uppboðunum er skipt í efnisflokka og meðal þess sem boðið var upp nú í vikunni má nefna myndavél, grill, leðurkápu, gömul dagblöð og fjöldann allan af bílum. Vefurinn er smíðaður hjá Xodus.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×