Menning

Umræða um konur í stjórnunarstöðum

Það tíðkast í æ ríkari mæli hérlendis að ungar konur eru valdar til að gegna stjórnunarstöðum í íslenskum fyrirtækjum. Konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífi og stjórnmálum er einmitt meðal þess sem verður til umræðu á námsstefnu forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Norræna húsinu í Reykjavík 8. mars kl. 15 til 18. Meðal ræðumanna verða Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra. Einnig mun Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi formaður lýðræðisnefndar Norðurlandaráðs, ræða um konur í stjórnmálum og Norðmaðurinn Knud Oftung, sem starfar hjá Norrænu stofnuninni um konur og kynjarannsóknir, og Gísli Hrafn Atlason mannfræðingur fjalla um karla og jafnrétti. Námsstefnunni lýkur með hringborðsumræðum þar sem rætt verður um það hvað Norðurlandaráð getur gert til að stuðla að jafnrétti á Norðurlöndum. Gott tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast hjá frændum okkar í jafnréttismálum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×