Togarastemning í Greiningardeild 6. mars 2005 00:01 Svipmyndir í fréttum sýna ábúðarmikla stráka grúfa sig yfir tölvurnar sínar en hvað eru þeir eiginlega að rýna í? Steingrímur Finnsson er hagfræðingur og einn starfsmanna Greiningardeildar. Hann kippir sér ekkert upp við heimskulegar spurningar blaðamanns og segist ekki vera hissa þó almenningur skilji ekki alltaf um hvað Greiningardeildin snýst. "Þetta skiptist í þrjú horn," segir Steingrímur. "Í fyrsta lagi fylgjumst við með þróun efnahagslífsins hérlendis og erlendis, fylgjumst með gengi krónunnar, atvinnuleysi, verðbólgu og erlendum stýrivaxtahækkunum svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi gefur svo Greiningardeild út fréttapistilinn ,,Hálffimm fréttir", sem eru helstu fréttir um það sem er að gerast á mörkuðum á hverjum degi. Á um það bil þriggja mánaða fresti gefur efnahagsgreiningin frá sér sérefni um afmarkað efni, síðast var til dæmis fjallað um orsakir hækkana á fasteignamarkaði að undanförnu og haldinn kynningarfundur þar sem mættu 300 manns." Steingrímur segir starfið afar skemmtilegt og alltaf eitthvað nýtt að gerast. "Þetta er aldrei tilbreytingarlaust því viðskiptaumhverfið er svo spennandi og dýnamískt. Við erum þrír hagfræðingar í deildinni og reynum að vera á tánum og fylgjast með öllu. Svo fer alltaf tími í að sinna miðlurunum okkar sem eru að selja útlendingurm skuldabréf, en þeir vilja hafa greiðan aðgang að hagfræðingum." Steingrímur var strax í menntaskóla áhugasamur um tölur og hagfræði og eftir að hafa tekið hagfræðikúrs var framtíð hans ráðin. Nú er hann með BS-gráðu í greininni. Hann segir samt mjög skiljanlegt að fólk sé oft áttavillt í fjármálafrumskóginum. "Maður tekur það oft sem gefið að fólk skilji almenn hugtök eins og stýrivexti og verðbólgu. Það er ekkert sjálfsagt. Það er ekki einu sinni skrýtið þó fólk kunni ekki skil á samspili vaxta og gengis." Steingrímur segir móralinn á vinnustaðnum mjög góðan og í hádeginu hittist menn og lesi upp úr DV. "Ég var einu sinni á sjó og þetta er hálfgerð togarastemning hjá okkur. Þetta eru hressir strákar og ekkert nema gott um móralinn að segja." Atvinna Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Svipmyndir í fréttum sýna ábúðarmikla stráka grúfa sig yfir tölvurnar sínar en hvað eru þeir eiginlega að rýna í? Steingrímur Finnsson er hagfræðingur og einn starfsmanna Greiningardeildar. Hann kippir sér ekkert upp við heimskulegar spurningar blaðamanns og segist ekki vera hissa þó almenningur skilji ekki alltaf um hvað Greiningardeildin snýst. "Þetta skiptist í þrjú horn," segir Steingrímur. "Í fyrsta lagi fylgjumst við með þróun efnahagslífsins hérlendis og erlendis, fylgjumst með gengi krónunnar, atvinnuleysi, verðbólgu og erlendum stýrivaxtahækkunum svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi gefur svo Greiningardeild út fréttapistilinn ,,Hálffimm fréttir", sem eru helstu fréttir um það sem er að gerast á mörkuðum á hverjum degi. Á um það bil þriggja mánaða fresti gefur efnahagsgreiningin frá sér sérefni um afmarkað efni, síðast var til dæmis fjallað um orsakir hækkana á fasteignamarkaði að undanförnu og haldinn kynningarfundur þar sem mættu 300 manns." Steingrímur segir starfið afar skemmtilegt og alltaf eitthvað nýtt að gerast. "Þetta er aldrei tilbreytingarlaust því viðskiptaumhverfið er svo spennandi og dýnamískt. Við erum þrír hagfræðingar í deildinni og reynum að vera á tánum og fylgjast með öllu. Svo fer alltaf tími í að sinna miðlurunum okkar sem eru að selja útlendingurm skuldabréf, en þeir vilja hafa greiðan aðgang að hagfræðingum." Steingrímur var strax í menntaskóla áhugasamur um tölur og hagfræði og eftir að hafa tekið hagfræðikúrs var framtíð hans ráðin. Nú er hann með BS-gráðu í greininni. Hann segir samt mjög skiljanlegt að fólk sé oft áttavillt í fjármálafrumskóginum. "Maður tekur það oft sem gefið að fólk skilji almenn hugtök eins og stýrivexti og verðbólgu. Það er ekkert sjálfsagt. Það er ekki einu sinni skrýtið þó fólk kunni ekki skil á samspili vaxta og gengis." Steingrímur segir móralinn á vinnustaðnum mjög góðan og í hádeginu hittist menn og lesi upp úr DV. "Ég var einu sinni á sjó og þetta er hálfgerð togarastemning hjá okkur. Þetta eru hressir strákar og ekkert nema gott um móralinn að segja."
Atvinna Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira