Hallærisheit undir rauðum fána 8. mars 2005 00:01 Guðmundur í Rafiðnaðarsambandinu er kaldur að stugga við þeirri heilögu kú sem fyrsti maí er. Ég bý niður í bæ og horfi á fysta maí gönguna verða lúpulegri og slappari ár frá ári. Stundum koma reyndar hópar sem leggja undir sig gönguna og blása í hana lífsanda - þannig var til dæmis með femínistana í hitteðfyrra. Svo slæðist þarna með "öfgafólk" eins og segir í ályktun RSÍ - en allt er þetta frekar leiðinlegt. Ég hef samt mínar efasemdir um fjölskylduhátíð í Laugardalnum sem Rafiðnaðarsambandið leggur til að verði haldin í staðinn. Er ekki alltaf verið að smala fólki í Húsdýragarðinn - af ýmsu tilefni? Til að kynna gosdrykki eða áskrift að sjónvarpsstöðvum? Á fyrsta maí í Kaupmannahöfn drekkur verkalýðurinn bjór í Fælledparken - mætti ekki gera eitthvað fyrir fullorðna verkamenn? Annars skrifaði ég fyrir fjórum árum grein um fyrsta maí. Hún vakti nokkuð heitar tilfinningar - ég man að ég fékk fjölmörg andsvör, sumir voru reiðir yfir þessum skrifum. Ég læt greinina fljóta með hérna fyrir neðan. --- --- --- "Er ekki bara tímaspurning hvenær fyrsti maí dettur upp fyrir? Eða um hvað snýst þessi dagur? Hver er merking hans? Eru menn að orna sér við minningar um sigra í verkalýðsbaráttu fortíðarinnar, nú þegar þeir eru flestir á braut veðurbörðu dagsbrúnarkarlarnir, horfnir á vit sigggróinna feðra sinna? Eða er þetta svona klögudagur þar sem er hentugt að mótmæla öllu milli himins og jarðar - bara hverju sem manni dettur í hug? Núorðið er líkt og alls kyns sérhópar hafi yfirtekið hátíðina á fyrsta maí í stað hinnar breiðu fylkingar verkalýðsins; þarna eru hommar og lesbíur undir merkjum "gay pride", fólk sem er á móti rasistum, nokkrir herstöðvaandstæðingar með gamlar lummur sínar og hópur af ungu fólki sem álítur sig vera anarkista - hvað sem það nú er? Og svo er þarna líka vettvangur fyrir alls kyns bjánagang. Þarna eru leikarar að undirbúa framhald af Stellu í orlofi og börn að heimta meira sælgæti. Hins vegar er minna um kröfur sem eitthvert vit er í: Fyrsta maí í miðbænum í Reykjavík sást til dæmis enginn mótmæla hækkuðu bensínverði eða okurvöxtum eða veifa spjaldi til stuðnings sjómönnum í verkfalli. En kannski var þessi dagur ekkert skárri þegar ég var lítill. Þá sá maður í svart-hvítu sjónvarpi myndir af hinni árlegu hersýningu á Rauða torginu í Moskvu. Með eldflaugunum og skriðdrekunum og leikfimisýningunni fylgdust þéttvaxnir kommúnistaforingjar, óvenju svipljótir menn. Þetta var þeirra dagur. Alls staðar blöktu rauðir fánar. Síðan þá finnst mér slíkir fánar vera vafasamt tákn. Þeir minna meira á gúlagið en glæsta sigra verkalýðshreyfingarinnar. Ég fer hjá mér ef ég sé fólk sem telur sig aðhyllast lýðræði kyrja Internationalinn og halda samkomur undir rauðum fánum. Fyrir aldarfjórðungi hafði fyrsti maí óneitanlega meiri þunga; þá sá maður enn göngumenn sem báru svip kreppunnar í andlitinu. Og þá var ennþá til Ebbi Sig sem bjó í torfbæ af hugsjón - eða þrjósku - en samdi svo við Bjarna Ben um að flytja verkalýðinn í Breiðholtið. Ekki að það vantaði neitt upp á bjánaganginn heldur. Aftast í kröfugöngunni þrömmuðu á þessum árum flokkar ungs fólks sem þráði byltingu með blóðsúthellingum og deildu um hver væri stórkostlegri frelsari fyrir íslenska verkalýðsstétt, Stalín, Trotskí eða Maó. Ég undrast þegar ég sé sumt af því fólki á götu eða í fjölmiðlum - án hauspoka. Í stórborgum í velmegunarríkjum Evrópu notar alls kyns öfgalið tækifærið á fyrsta maí og fer út á göturnar til að snapa slagsmál við lögregluna. Meira að segja Ken Livingstone, rauða-Ken, borgarstjóra í London og átrúnaðargoði vinstri manna, er nóg boðið, og hvetur íbúa borgarinnar til að sitja heima þennan dag. Líklega er nokkuð til í því sem Francis Fukuyama segir - þegar fólk hefur ekki yfir neinu að kvarta lengur, þá er hætt við að það fari út á göturnar og reyni að gera byltingu út úr tómum leiðindum." --- --- --- Ég hlustaði með öðru eyranu á umræður forystufólksins í borgarstjórn í Kastljósi í gærkvöldi. Við borgarbúar erum ekki sérlega vel staddir með þessa leiðsögn. Gallinn við pólitíkusa af þessu tagi er hvað þeir hugsa í stuttum tímabilum. Umræðurnar báru vott um eindregna þjónkun við skammtímahagsmuni. Þetta fólk mun aldrei snúa við öfugþróuninni í skipulagi Reykjavíkur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson klifaði á því að það þyrfti að hafa nóg framboð á lóðum til að mæta sprengingunni á húsnæðismarkaði. Besta ráðið til að halda niðri verðinu er þá líklega offramboð, eða það skyldi maður ætla? Vilhjálmur, sem þó telur sig hægri mann, er eindreginn andstæðingur þess að lóðir séu settar í útboð. Markaðurinn á semsagt ekki að fá að ráða. Hvernig á á að útdeila þessum lóðum, hvernig á það skömmtunarkerfi að vera? Á að setja á stofn sérstakt embætti, pólitíska nefnd, kontór þar sem lysthafendur bíða í biðröð? Láta fólk safna punktum, taka upp skömmtunarseðla? Þarf ekki líka að skipuleggja borgina? Hvar eiga þessar lóðir að vera? Getum við bara dritað niður húsum hvar sem er? Þegar gengið er eftir svörum heyrist manni vera sagt - í Geldinganesi, Gunnunesi - mörgum kílómetrum fyrir utan Elliðaár. Það var verið að taka skóflustungu að nýjum námsmannaíbúðum í Norðlingaholti - samt eru flestallir skólarnir fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Námsmennirnir sem þarna búa neyðast til að eiga bíla og eyða stórum hluta dagsins í að aka í þeim. Svo þarf að eyða peningum í að byggja meiri og stærri umferðarmannvirki til að koma þessu fólki í og úr bænum. --- --- --- Annars hjó ég eftir ákveðinni stefnubreytingu hjá Vilhjálmi Þ., þótt þáttarstjórnendurnir virtust ekki hafa kveikt á því. Hann sagðist vilja að lagðir yrðu upp allir kostirnir í flugvallarmálinu og að síðan yrði efnt til atkvæðagreiðslu. Er þetta ekki nýr tónn hjá sjálfstæðismönnum; ekki man ég betur en að þeir hafi lagt sig í líma við að sniðganga flugvallarkosninguna fyrir fjórum árum. Svo er spurningin hverjir eiga að fá að kjósa samkvæmt þessari hugmynd Vilhjálms - fá Reykvíkingar að stjórna sínum málum sjálfir eða á að kalla á alla landsmenn til að hafa skoðun á þessu? Einhvern veginn á ég von á að sú krafa fari fljótlega að hljóma. Í gær var til dæmis umræða um flugvöllinn á Alþingi. Það vakti athygli mína að þingmennirnir sem töluðu eru allir sagðir vera búsettir langt frá Reykjavík, en aðeins einn þingmaður Reykvíkinga tók til máls og lagði til að flugvöllurinn færi - það var Helgi Hjörvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Guðmundur í Rafiðnaðarsambandinu er kaldur að stugga við þeirri heilögu kú sem fyrsti maí er. Ég bý niður í bæ og horfi á fysta maí gönguna verða lúpulegri og slappari ár frá ári. Stundum koma reyndar hópar sem leggja undir sig gönguna og blása í hana lífsanda - þannig var til dæmis með femínistana í hitteðfyrra. Svo slæðist þarna með "öfgafólk" eins og segir í ályktun RSÍ - en allt er þetta frekar leiðinlegt. Ég hef samt mínar efasemdir um fjölskylduhátíð í Laugardalnum sem Rafiðnaðarsambandið leggur til að verði haldin í staðinn. Er ekki alltaf verið að smala fólki í Húsdýragarðinn - af ýmsu tilefni? Til að kynna gosdrykki eða áskrift að sjónvarpsstöðvum? Á fyrsta maí í Kaupmannahöfn drekkur verkalýðurinn bjór í Fælledparken - mætti ekki gera eitthvað fyrir fullorðna verkamenn? Annars skrifaði ég fyrir fjórum árum grein um fyrsta maí. Hún vakti nokkuð heitar tilfinningar - ég man að ég fékk fjölmörg andsvör, sumir voru reiðir yfir þessum skrifum. Ég læt greinina fljóta með hérna fyrir neðan. --- --- --- "Er ekki bara tímaspurning hvenær fyrsti maí dettur upp fyrir? Eða um hvað snýst þessi dagur? Hver er merking hans? Eru menn að orna sér við minningar um sigra í verkalýðsbaráttu fortíðarinnar, nú þegar þeir eru flestir á braut veðurbörðu dagsbrúnarkarlarnir, horfnir á vit sigggróinna feðra sinna? Eða er þetta svona klögudagur þar sem er hentugt að mótmæla öllu milli himins og jarðar - bara hverju sem manni dettur í hug? Núorðið er líkt og alls kyns sérhópar hafi yfirtekið hátíðina á fyrsta maí í stað hinnar breiðu fylkingar verkalýðsins; þarna eru hommar og lesbíur undir merkjum "gay pride", fólk sem er á móti rasistum, nokkrir herstöðvaandstæðingar með gamlar lummur sínar og hópur af ungu fólki sem álítur sig vera anarkista - hvað sem það nú er? Og svo er þarna líka vettvangur fyrir alls kyns bjánagang. Þarna eru leikarar að undirbúa framhald af Stellu í orlofi og börn að heimta meira sælgæti. Hins vegar er minna um kröfur sem eitthvert vit er í: Fyrsta maí í miðbænum í Reykjavík sást til dæmis enginn mótmæla hækkuðu bensínverði eða okurvöxtum eða veifa spjaldi til stuðnings sjómönnum í verkfalli. En kannski var þessi dagur ekkert skárri þegar ég var lítill. Þá sá maður í svart-hvítu sjónvarpi myndir af hinni árlegu hersýningu á Rauða torginu í Moskvu. Með eldflaugunum og skriðdrekunum og leikfimisýningunni fylgdust þéttvaxnir kommúnistaforingjar, óvenju svipljótir menn. Þetta var þeirra dagur. Alls staðar blöktu rauðir fánar. Síðan þá finnst mér slíkir fánar vera vafasamt tákn. Þeir minna meira á gúlagið en glæsta sigra verkalýðshreyfingarinnar. Ég fer hjá mér ef ég sé fólk sem telur sig aðhyllast lýðræði kyrja Internationalinn og halda samkomur undir rauðum fánum. Fyrir aldarfjórðungi hafði fyrsti maí óneitanlega meiri þunga; þá sá maður enn göngumenn sem báru svip kreppunnar í andlitinu. Og þá var ennþá til Ebbi Sig sem bjó í torfbæ af hugsjón - eða þrjósku - en samdi svo við Bjarna Ben um að flytja verkalýðinn í Breiðholtið. Ekki að það vantaði neitt upp á bjánaganginn heldur. Aftast í kröfugöngunni þrömmuðu á þessum árum flokkar ungs fólks sem þráði byltingu með blóðsúthellingum og deildu um hver væri stórkostlegri frelsari fyrir íslenska verkalýðsstétt, Stalín, Trotskí eða Maó. Ég undrast þegar ég sé sumt af því fólki á götu eða í fjölmiðlum - án hauspoka. Í stórborgum í velmegunarríkjum Evrópu notar alls kyns öfgalið tækifærið á fyrsta maí og fer út á göturnar til að snapa slagsmál við lögregluna. Meira að segja Ken Livingstone, rauða-Ken, borgarstjóra í London og átrúnaðargoði vinstri manna, er nóg boðið, og hvetur íbúa borgarinnar til að sitja heima þennan dag. Líklega er nokkuð til í því sem Francis Fukuyama segir - þegar fólk hefur ekki yfir neinu að kvarta lengur, þá er hætt við að það fari út á göturnar og reyni að gera byltingu út úr tómum leiðindum." --- --- --- Ég hlustaði með öðru eyranu á umræður forystufólksins í borgarstjórn í Kastljósi í gærkvöldi. Við borgarbúar erum ekki sérlega vel staddir með þessa leiðsögn. Gallinn við pólitíkusa af þessu tagi er hvað þeir hugsa í stuttum tímabilum. Umræðurnar báru vott um eindregna þjónkun við skammtímahagsmuni. Þetta fólk mun aldrei snúa við öfugþróuninni í skipulagi Reykjavíkur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson klifaði á því að það þyrfti að hafa nóg framboð á lóðum til að mæta sprengingunni á húsnæðismarkaði. Besta ráðið til að halda niðri verðinu er þá líklega offramboð, eða það skyldi maður ætla? Vilhjálmur, sem þó telur sig hægri mann, er eindreginn andstæðingur þess að lóðir séu settar í útboð. Markaðurinn á semsagt ekki að fá að ráða. Hvernig á á að útdeila þessum lóðum, hvernig á það skömmtunarkerfi að vera? Á að setja á stofn sérstakt embætti, pólitíska nefnd, kontór þar sem lysthafendur bíða í biðröð? Láta fólk safna punktum, taka upp skömmtunarseðla? Þarf ekki líka að skipuleggja borgina? Hvar eiga þessar lóðir að vera? Getum við bara dritað niður húsum hvar sem er? Þegar gengið er eftir svörum heyrist manni vera sagt - í Geldinganesi, Gunnunesi - mörgum kílómetrum fyrir utan Elliðaár. Það var verið að taka skóflustungu að nýjum námsmannaíbúðum í Norðlingaholti - samt eru flestallir skólarnir fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Námsmennirnir sem þarna búa neyðast til að eiga bíla og eyða stórum hluta dagsins í að aka í þeim. Svo þarf að eyða peningum í að byggja meiri og stærri umferðarmannvirki til að koma þessu fólki í og úr bænum. --- --- --- Annars hjó ég eftir ákveðinni stefnubreytingu hjá Vilhjálmi Þ., þótt þáttarstjórnendurnir virtust ekki hafa kveikt á því. Hann sagðist vilja að lagðir yrðu upp allir kostirnir í flugvallarmálinu og að síðan yrði efnt til atkvæðagreiðslu. Er þetta ekki nýr tónn hjá sjálfstæðismönnum; ekki man ég betur en að þeir hafi lagt sig í líma við að sniðganga flugvallarkosninguna fyrir fjórum árum. Svo er spurningin hverjir eiga að fá að kjósa samkvæmt þessari hugmynd Vilhjálms - fá Reykvíkingar að stjórna sínum málum sjálfir eða á að kalla á alla landsmenn til að hafa skoðun á þessu? Einhvern veginn á ég von á að sú krafa fari fljótlega að hljóma. Í gær var til dæmis umræða um flugvöllinn á Alþingi. Það vakti athygli mína að þingmennirnir sem töluðu eru allir sagðir vera búsettir langt frá Reykjavík, en aðeins einn þingmaður Reykvíkinga tók til máls og lagði til að flugvöllurinn færi - það var Helgi Hjörvar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun