Fjölskyldan heldur sér í formi 8. mars 2005 00:01 "Ég er búin að æfa karate síðastliðið eitt og hálft árið. Nú er ég í smá hléi því ég var að taka við nýju starfi og er með tvö lítil börn. Ég ætla að taka mér frí fram á haust því ég vil gera þetta vel. Ég þarf að mæta sextíu prósent til að fá að taka próf þannig að ég tók mér frekar hlé en að gera þetta illa. Ég er komin með appelsínugult belti og mér finnst þetta mjög góð líkamsrækt. Ég var orðin þreytt á að kaupa mér líkamsræktarkort og mæta fyrstu þrjá mánuðina og síðan ekki meir. Svo sá ég auglýsingu frá Karatedeild Breiðabliks og ákvað að skella mér," segir Hildur sem var liðtæk í körfubolta á sínum yngri árum. "Ég fer líka mikið í göngutúra með krakkana og finnst gaman að gera eitthvað til heilsubótar með þeim eins og að fara í sund eða hjóla. Þegar aðstæður bjóða upp á þá höfum við fjölskyldan líka farið á skíði," segir Hildur sem reynir að eyða sem mestum tíma með fjölskyldu sinni. "Ég og maðurinn minn vinnum bæði mjög mikið og þegar við eigum tíma aflögu þá viljum við eyða tímanum með börnum okkar og ég læt þau ekki í pössun svo ég geti farið í líkamsrækt." Hildur og fjölskylda hennar spá líka aðeins í mataræðið á heimilinu. "Ég er mikill nautnaseggur, bæði í mat og sælgæti þannig að ég hugsa ekkert þannig um hvað ég læt ofan í mig. Það er frekar að ég reyni að hreyfa mig til að geta á móti borðað góðan mat. En við borðum frekar léttan mat á heimilinu því okkur finnst hann góður. Við borðum ekki mikið rautt kjöt heldur frekar kjúkling, ávexti og grænmeti." Heilsa Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Baltasar Samper látinn Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
"Ég er búin að æfa karate síðastliðið eitt og hálft árið. Nú er ég í smá hléi því ég var að taka við nýju starfi og er með tvö lítil börn. Ég ætla að taka mér frí fram á haust því ég vil gera þetta vel. Ég þarf að mæta sextíu prósent til að fá að taka próf þannig að ég tók mér frekar hlé en að gera þetta illa. Ég er komin með appelsínugult belti og mér finnst þetta mjög góð líkamsrækt. Ég var orðin þreytt á að kaupa mér líkamsræktarkort og mæta fyrstu þrjá mánuðina og síðan ekki meir. Svo sá ég auglýsingu frá Karatedeild Breiðabliks og ákvað að skella mér," segir Hildur sem var liðtæk í körfubolta á sínum yngri árum. "Ég fer líka mikið í göngutúra með krakkana og finnst gaman að gera eitthvað til heilsubótar með þeim eins og að fara í sund eða hjóla. Þegar aðstæður bjóða upp á þá höfum við fjölskyldan líka farið á skíði," segir Hildur sem reynir að eyða sem mestum tíma með fjölskyldu sinni. "Ég og maðurinn minn vinnum bæði mjög mikið og þegar við eigum tíma aflögu þá viljum við eyða tímanum með börnum okkar og ég læt þau ekki í pössun svo ég geti farið í líkamsrækt." Hildur og fjölskylda hennar spá líka aðeins í mataræðið á heimilinu. "Ég er mikill nautnaseggur, bæði í mat og sælgæti þannig að ég hugsa ekkert þannig um hvað ég læt ofan í mig. Það er frekar að ég reyni að hreyfa mig til að geta á móti borðað góðan mat. En við borðum frekar léttan mat á heimilinu því okkur finnst hann góður. Við borðum ekki mikið rautt kjöt heldur frekar kjúkling, ávexti og grænmeti."
Heilsa Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Baltasar Samper látinn Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira