Hárið tjásað með karamellublæ 10. mars 2005 00:01 "Við sem erum í HCF-samtökunum förum alltaf á sýningarnar í París sem haldnar eru tvisvar sinnum á ári, í febrúar og september. Við förum með starfsfólk út og kynnum okkur nýjustu stefnur og strauma í hártísku. Síðan þegar heim er komið höldum við námskeið fyrir starfsfólkið. Það er náttúrlega lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með tískunni," segir Hanna Kristín Guðmundsdóttir, forseti íslandsdeildar HCF, en hún rekur einnig snyrtistofuna Kristu. Auk hennar eru Nonni Quest í Kristu, Salon Veh í Húsi verslunarinnar, Dúddi í Listhúsinu og Hreiðar í Salon Reykjavík í HCF-samtökunum. "Það er yfirleitt styttra hár sem er í tísku á sumrin en núna er síða hárið líka í tísku. Ljósa hárið sem var inni síðasta sumar víkur fyrir hári með karamellublæ. Það má segja að það sé "cafe latte"-litur," segir Hanna Kristín og hlær. "Ljósu litirnir verða líka notaðir með en í minna mæli en í fyrra. Síðan er hárið mjög tjásað og allt út í styttum. Síðan er það förðunin sem er afskaplega náttúruleg og falleg," segir Hanna Kristín. Tískan í vor og sumar verður vissulega frjálsleg en jafnframt afskaplega fáguð og flott. Hún er fersk og eilítið ungleg sem fer vel með tískunni í vor og sumar. Hárið er tjásað fram í andlitið til að setja fallegan svip á andlitið. Hárið virkar silkimjúkt og getur hver sem er litið út eins og fín og flott kvikmyndastjarna beint frá Hollywood.Hárið er tjásað, frjálslegt og flott. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Við sem erum í HCF-samtökunum förum alltaf á sýningarnar í París sem haldnar eru tvisvar sinnum á ári, í febrúar og september. Við förum með starfsfólk út og kynnum okkur nýjustu stefnur og strauma í hártísku. Síðan þegar heim er komið höldum við námskeið fyrir starfsfólkið. Það er náttúrlega lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með tískunni," segir Hanna Kristín Guðmundsdóttir, forseti íslandsdeildar HCF, en hún rekur einnig snyrtistofuna Kristu. Auk hennar eru Nonni Quest í Kristu, Salon Veh í Húsi verslunarinnar, Dúddi í Listhúsinu og Hreiðar í Salon Reykjavík í HCF-samtökunum. "Það er yfirleitt styttra hár sem er í tísku á sumrin en núna er síða hárið líka í tísku. Ljósa hárið sem var inni síðasta sumar víkur fyrir hári með karamellublæ. Það má segja að það sé "cafe latte"-litur," segir Hanna Kristín og hlær. "Ljósu litirnir verða líka notaðir með en í minna mæli en í fyrra. Síðan er hárið mjög tjásað og allt út í styttum. Síðan er það förðunin sem er afskaplega náttúruleg og falleg," segir Hanna Kristín. Tískan í vor og sumar verður vissulega frjálsleg en jafnframt afskaplega fáguð og flott. Hún er fersk og eilítið ungleg sem fer vel með tískunni í vor og sumar. Hárið er tjásað fram í andlitið til að setja fallegan svip á andlitið. Hárið virkar silkimjúkt og getur hver sem er litið út eins og fín og flott kvikmyndastjarna beint frá Hollywood.Hárið er tjásað, frjálslegt og flott.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira