Nú eru komin ný gloss frá snyrtivörurisanum N°7. Þetta eru voða sætir sumarlitir með fallegum glansa og smá snert af glimmeri sem sakar ekki í vor og sumar.
Sérstök uppskrift er af nýju glossunum sem gerir það að verkum að þau klessast síður og gefa vörunum mikinn glans.
Fimm litir eru í glossunum en það er ljósbleikur, dökkbleikur, rauður, ljósbrúnn og dökkbrúnn.
Ný sumargloss
