Sport

Di Canio sektaður

Ítalski framherjinn Paulo di Canio, sem leikur með Lazio, var í dag sektaður af aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins fyrir að heilsa stuðningsmönnum Lazio með fasistakveðju í sigurleik liðsins gegn erkifjendunum í Roma fyrr í vetur. Lazio hefur lengi verið kennt við öfgamenn til hægri í ítalskum stjórnmálum og var fasistaforingiinn sjálfur, Benito Mussolini, aðalstuðningsmaður liðsins á meðan hann var og hét. Stuðningsmenn liðsins þykja einnig í grófari kantinum og tilheyra margir hverjir hópi fasistahreyfinga sem stjórnvöld á Ítalíu reyna eftir fremsta megni að halda aftur að. Di Canio var sektaður um 10.000 evrur, tæpar 800.000 krónur, fyrir kveðju sína en aganefndin tók fram að ef leikmaðurinn myndi taka uppi á frekari athæfum af sama meiði í framtíðinni muni hann verða dæmdur leikbann og fá þyngri sekt. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×