Erlent

Leystu upp fund með byssuskotum

Meira en tuttugu vopnaðir uppreisnarmenn ruddust inn á fund Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu í gær og skutu þar viðvörunarskotum uns fundurinn leystist upp og fundarmenn hlupu út, skelfingu lostnir. Meira en þúsund manns höfðu safnast saman á fundinum til þess að lýsa yfir stuðningi við friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Samkoman fór greinilega fyrir brjóstið á árásarmönnunum sem hrópuðu að breytinga væri þörf, um leið og þeir veifuðu byssum sínum. Uppákoman þykir til marks um þá erfiðleika sem steðja að Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu, sem á enn langt í land með að friðþægja herskáa hópa innan Fatah.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×