Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2024 08:07 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var einn helsti andstæðingur stjórnarskrárbreytingartillögunnar. Paul Hennessy/Getty Samhliða forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær voru atkvæði greidd um rétt kvenna til þungunarrofs í nokkrum ríkjum. Íbúar Flórída urðu fyrstir til þess að fella tillögu um stjórnarskrárbreytingu sem festir réttinn í sessi. Eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hafði í áratugi tryggt konum rétt til þungunarrofs árið 2022 hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Í Flórída var bann við þungunarrofi eftir sjöttu viku meðgöngu lögleitt í kjölfar dóms hæstaréttar. Þessu vildu aðgerðarsinnar breyta með tillögu að breytingum á stjórnarskrá ríkisins sem myndi heimila þungunarrof fram að þeim tímapunkti sem fóstur myndi líklega lifa af utan móðurkviðs. Það er um það bil fram að 22. viku meðgöngu. Til samanburðar er þungunarrof almennt heimilt hér á landi til og með 22. viku. Meirihlutinn vildi breytingar Í frétt AP segir að meirihluti greiddra atkvæða í Flórída hafi verið með stjórnarskrárbreytingunni. Þar þurfi aftur á móti aukinn meirihluta, sextíu prósent, til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi, sem hafi ekki náðst. Þar með er talið að ríkisstjórinn Ron DeSantis hafi unnið mikinn pólitískan sigur en hann barðist ötullega gegn stjórnarskrárbreytingartillögunni. Öfugt í Missouri Íbúar Missouri greiddu einnig atkvæði um sams konar stjórnarskrárbreytingu. Þar á bæ bjuggu íbúar við eina ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna. Lög ríksins lögðu blátt bann við þungunarrofi nema þungun ógnaði heilsu móðurinnar. Meirihluti kjósenda í ríkinu greiddi atkvæði með stjórnarskrárbreytingu sem takmarkar heimild löggjafans til að bann þungunarrof við þungunarrof eftir þann tímapunkt sem fóstur myndi lifa af utan móðurkviðs. „Í dag skrifuðu íbúar Missouri söguna og sendu skýr skilaboð; ákvarðanir um þungun, þar á meðal um þungunarrof, getnaðarvarnir og þjónustu við konur sem missa fóstur, eru persónulegar og einkamál og eiga að liggja hjá skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra, ekki stjórnmálamönnum,“ hefur AP eftir Rachel Sweet, sem stýrði kosningabaráttu samtaka sem börðust fyrir breytingunni. Sigur Sweet og félaga er þó ekki enn í höfn en aðgerðarsinnar þurfa nú að láta reyna á gildi þungunarrofsbanns ríkisins fyrir dómstólum. Í Colorado og Maryland var réttur til þungunarrofs, sem þegar var til staðar, festur í sessi með stjórnarskrárbreytingum. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að þungunarrof væri heimilt hér á landi til og með 20. viku meðgöngu. Rétt er að þungunarrof er heimilt til og með 22. viku meðgöngu. Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hafði í áratugi tryggt konum rétt til þungunarrofs árið 2022 hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Í Flórída var bann við þungunarrofi eftir sjöttu viku meðgöngu lögleitt í kjölfar dóms hæstaréttar. Þessu vildu aðgerðarsinnar breyta með tillögu að breytingum á stjórnarskrá ríkisins sem myndi heimila þungunarrof fram að þeim tímapunkti sem fóstur myndi líklega lifa af utan móðurkviðs. Það er um það bil fram að 22. viku meðgöngu. Til samanburðar er þungunarrof almennt heimilt hér á landi til og með 22. viku. Meirihlutinn vildi breytingar Í frétt AP segir að meirihluti greiddra atkvæða í Flórída hafi verið með stjórnarskrárbreytingunni. Þar þurfi aftur á móti aukinn meirihluta, sextíu prósent, til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi, sem hafi ekki náðst. Þar með er talið að ríkisstjórinn Ron DeSantis hafi unnið mikinn pólitískan sigur en hann barðist ötullega gegn stjórnarskrárbreytingartillögunni. Öfugt í Missouri Íbúar Missouri greiddu einnig atkvæði um sams konar stjórnarskrárbreytingu. Þar á bæ bjuggu íbúar við eina ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna. Lög ríksins lögðu blátt bann við þungunarrofi nema þungun ógnaði heilsu móðurinnar. Meirihluti kjósenda í ríkinu greiddi atkvæði með stjórnarskrárbreytingu sem takmarkar heimild löggjafans til að bann þungunarrof við þungunarrof eftir þann tímapunkt sem fóstur myndi lifa af utan móðurkviðs. „Í dag skrifuðu íbúar Missouri söguna og sendu skýr skilaboð; ákvarðanir um þungun, þar á meðal um þungunarrof, getnaðarvarnir og þjónustu við konur sem missa fóstur, eru persónulegar og einkamál og eiga að liggja hjá skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra, ekki stjórnmálamönnum,“ hefur AP eftir Rachel Sweet, sem stýrði kosningabaráttu samtaka sem börðust fyrir breytingunni. Sigur Sweet og félaga er þó ekki enn í höfn en aðgerðarsinnar þurfa nú að láta reyna á gildi þungunarrofsbanns ríkisins fyrir dómstólum. Í Colorado og Maryland var réttur til þungunarrofs, sem þegar var til staðar, festur í sessi með stjórnarskrárbreytingum. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að þungunarrof væri heimilt hér á landi til og með 20. viku meðgöngu. Rétt er að þungunarrof er heimilt til og með 22. viku meðgöngu.
Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira