Donald Trump forseti á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2024 07:17 Donald Trump með Melaniu eiginkonu sinni og Barron syni þeirra á sviði í Flórída. AP/Alex Brandon Donald Trump verður að öllum líkindum aftur forseti Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst yfir sigri hans í sveifluríkinu Pennsylvaníu og þar með í forsetakosningunum öllum. Án sigurs í Pennsylvaínu á Kamala Harris ekki leið til að tryggja sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að vinna í kosningunum. Trump verður því 47. forseti Bandaríkjanna, til viðbótar við að hafa verið 45. forsetinn. Hann er 78 ára gamall og mun því væntanlega slá aldursmet Joes Biden, sem er nú elsti forseti Bandaríkjanna. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að lýsa yfir sigurvegara í Alaska en það verður að öllum líkindum Trump og þá verður hann kominn yfir 270 kjörmenn. Fox News er þó enn sem komið er eini miðilinn vestanhafs sem hefur lýst yfir sigri Trumps í kosningunum öllum. Þá er einnig útlit fyrir að Trump muni fá fleiri atkvæði en Harris á landsvísu, sem er í fyrsta sinn. Árið 2016, þegar hann sigraði Hillary Clinton, fékk hann færri atkvæði en hún. Trump mun taka við völdum af Joe Biden þann 21. janúar næstkomandi. Þá verður hann annar forsetinn til þess að gegna embættinu í tvígang, það er að segja án þess að sitja tvö kjörtímabil í röð. Hinn var demókratinn Grover Cleveland sem var Bandaríkjaforseti fyrst 1885 til 1889 og svo aftur 1893 til 1897. Cleveland var 22. og 24. forseti Bandaríkjanna. Þá er Trump fyrsti maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir glæp sem kosinn er forseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni í Flórída, þar sem hann lýsti yfir sigri sagðist Trump ætla að gera Bandaríkin betri en þau hafa nokkurn tímann verið áður. Enn óljóst með fulltrúadeildina Repúblikanar hafa eining tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Enn er óljóst hvernig staðan verður í fulltrúadeildinni á næsta kjörtímabili en sérfræðingum þykir líklegast að sama hvor flokkurinn nái meirihluta þar, verði sá meirihluti tiltölulega lítill. Sjá einnig: Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Takist Repúblikönum að ná meirihluta í fulltrúadeildinni er fátt sem getur staðið í vegi Trumps næstu tvö árin, að minnsta kosti. Nái Demókratar meirihluta munu þeir geta staðið í vegi Trumps þegar kemur að lagasetningu og þar að auki stýriri fulltrúadeildin fjárlögum Bandaríkjanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Trump verður því 47. forseti Bandaríkjanna, til viðbótar við að hafa verið 45. forsetinn. Hann er 78 ára gamall og mun því væntanlega slá aldursmet Joes Biden, sem er nú elsti forseti Bandaríkjanna. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að lýsa yfir sigurvegara í Alaska en það verður að öllum líkindum Trump og þá verður hann kominn yfir 270 kjörmenn. Fox News er þó enn sem komið er eini miðilinn vestanhafs sem hefur lýst yfir sigri Trumps í kosningunum öllum. Þá er einnig útlit fyrir að Trump muni fá fleiri atkvæði en Harris á landsvísu, sem er í fyrsta sinn. Árið 2016, þegar hann sigraði Hillary Clinton, fékk hann færri atkvæði en hún. Trump mun taka við völdum af Joe Biden þann 21. janúar næstkomandi. Þá verður hann annar forsetinn til þess að gegna embættinu í tvígang, það er að segja án þess að sitja tvö kjörtímabil í röð. Hinn var demókratinn Grover Cleveland sem var Bandaríkjaforseti fyrst 1885 til 1889 og svo aftur 1893 til 1897. Cleveland var 22. og 24. forseti Bandaríkjanna. Þá er Trump fyrsti maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir glæp sem kosinn er forseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni í Flórída, þar sem hann lýsti yfir sigri sagðist Trump ætla að gera Bandaríkin betri en þau hafa nokkurn tímann verið áður. Enn óljóst með fulltrúadeildina Repúblikanar hafa eining tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Enn er óljóst hvernig staðan verður í fulltrúadeildinni á næsta kjörtímabili en sérfræðingum þykir líklegast að sama hvor flokkurinn nái meirihluta þar, verði sá meirihluti tiltölulega lítill. Sjá einnig: Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Takist Repúblikönum að ná meirihluta í fulltrúadeildinni er fátt sem getur staðið í vegi Trumps næstu tvö árin, að minnsta kosti. Nái Demókratar meirihluta munu þeir geta staðið í vegi Trumps þegar kemur að lagasetningu og þar að auki stýriri fulltrúadeildin fjárlögum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52
Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent