Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Jón Þór Stefánsson skrifar 6. nóvember 2024 08:17 Donald Trump eftir sigurræðuna í Flórída. Getty „Það er mikill heiður að hafa verið kjörinn 47. og 45. forseti Bandaríkjanna,“ sagði Donald Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída, en þar lýsti hann yfir sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Þetta mun svo sannarlega verða gullöld Bandaríkjanna. Þetta er frábær sigur fyrir amerísku þjóðina og hann mun gera okkur kleift að gera Ameríku frábær á ný!“ sagði Trump. Trump steig á svið ásamt fjölda fólks. Þar á meðal var fjölskylda hans sem og nánir stuðningsmenn. Ræðan gekk að miklu leyti út á það að hann þakkaði þessu fólki fyrir og varpaði kastljósinu á það á meðan hann hrósaði því og sjálfum sér hástert. Hér má sjá hluta úr ræðu Trump. Hann byrjaði þó á því að þakka þeirri pólitísku hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann, MAGA-hreyfingunni. Hann hélt því fram að um væri að ræða bestu pólitísku hreyfingu sögunnar. Besta endurkoma sögunnar Þá óskaði hann JD Vance til hamingju með að verða verðandi varforseti Bandaríkjanna. Vance tók til máls. Hann sagði að um væri að ræða mögnuðustu endurkomu í sögu stjórnmálanna og að fram undan væri besta endurkoma í efnahagssögu Bandaríkjanna. „Við erum með nýja stjörnu. Stjarna er fædd,“ sagði Trump um auðjöfurinn Elon Musk sem hefur stutt hann í kosningabaráttunni. Á meðal annarra sem Trump hrósaði sérstaklega voru golfarinn Bryson DeChambeau, Dana White, stjórnandi UFC, og Robert F. Kennedy, sem bauð sig fyrst fram sem Demókrati, svo óháður, en síðan gekk hann til liðs við Trump. „Við getum gert hluti sem enginn annar getur gert. Kína á ekki það sem við eigum. Enginn á það sem við eigum. Við erum líka með besta fólkið. Kannski er það mikilvægast af öllu,“ sagði Trump. „Við sameinuðum ólíkt fólk um sameiginlega sýn um skynsemi. Flokkurinn okkar snýst um skynsemi. Við viljum landamæri, öryggi, frábæra menntun, og sterkan her sem við þurfum helst ekki að nota.“ Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Dana White forseit UFCGetty Ætlar að gefa allt í starfið Trump lifði af skotárás í júlí, þegar árásarmaður hæfði hann í eyrað á meðan hann hélt ræðu á kosningafundi. „Fólk hefur sagt mér að það hafi verið ástæða fyrir því að Guð bjargaði lífi mínu. Það var til þess að bjarga landinu okkar, og endurreisa Ameríku. Nú munum við ganga að þessu verkefni saman. Það verður ekki auðvelt en ég mun færa alla mína orku, anda og þrautseigju sem er að finna í sál minni í þetta starf sem þið treystið mér fyrir. Þetta starf er engu líkt. Þetta er mikilvægasta starf í heimi,“ sagði Trump. „Guð blessi ykkur og megi Guð blessa Ameríku.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
„Þetta mun svo sannarlega verða gullöld Bandaríkjanna. Þetta er frábær sigur fyrir amerísku þjóðina og hann mun gera okkur kleift að gera Ameríku frábær á ný!“ sagði Trump. Trump steig á svið ásamt fjölda fólks. Þar á meðal var fjölskylda hans sem og nánir stuðningsmenn. Ræðan gekk að miklu leyti út á það að hann þakkaði þessu fólki fyrir og varpaði kastljósinu á það á meðan hann hrósaði því og sjálfum sér hástert. Hér má sjá hluta úr ræðu Trump. Hann byrjaði þó á því að þakka þeirri pólitísku hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann, MAGA-hreyfingunni. Hann hélt því fram að um væri að ræða bestu pólitísku hreyfingu sögunnar. Besta endurkoma sögunnar Þá óskaði hann JD Vance til hamingju með að verða verðandi varforseti Bandaríkjanna. Vance tók til máls. Hann sagði að um væri að ræða mögnuðustu endurkomu í sögu stjórnmálanna og að fram undan væri besta endurkoma í efnahagssögu Bandaríkjanna. „Við erum með nýja stjörnu. Stjarna er fædd,“ sagði Trump um auðjöfurinn Elon Musk sem hefur stutt hann í kosningabaráttunni. Á meðal annarra sem Trump hrósaði sérstaklega voru golfarinn Bryson DeChambeau, Dana White, stjórnandi UFC, og Robert F. Kennedy, sem bauð sig fyrst fram sem Demókrati, svo óháður, en síðan gekk hann til liðs við Trump. „Við getum gert hluti sem enginn annar getur gert. Kína á ekki það sem við eigum. Enginn á það sem við eigum. Við erum líka með besta fólkið. Kannski er það mikilvægast af öllu,“ sagði Trump. „Við sameinuðum ólíkt fólk um sameiginlega sýn um skynsemi. Flokkurinn okkar snýst um skynsemi. Við viljum landamæri, öryggi, frábæra menntun, og sterkan her sem við þurfum helst ekki að nota.“ Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Dana White forseit UFCGetty Ætlar að gefa allt í starfið Trump lifði af skotárás í júlí, þegar árásarmaður hæfði hann í eyrað á meðan hann hélt ræðu á kosningafundi. „Fólk hefur sagt mér að það hafi verið ástæða fyrir því að Guð bjargaði lífi mínu. Það var til þess að bjarga landinu okkar, og endurreisa Ameríku. Nú munum við ganga að þessu verkefni saman. Það verður ekki auðvelt en ég mun færa alla mína orku, anda og þrautseigju sem er að finna í sál minni í þetta starf sem þið treystið mér fyrir. Þetta starf er engu líkt. Þetta er mikilvægasta starf í heimi,“ sagði Trump. „Guð blessi ykkur og megi Guð blessa Ameríku.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira