Markaðsráðandi fyrirtæki í Silfri 11. mars 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Friðrik G. Friðriksson fararstjóri, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson, Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson. Fleiri gestir eiga náttúrlega eftir að bætast í þennan hóp. Friðrik kemur í þáttinn til að ræða samkeppnismál, markaðsráðandi fyrirtæki og vöruverð, en hann hefur erfiða reynslu af því að keppa við stóra aðila á þessum markaði - sagðist meðal annars í grein um daginn vera eini Íslendingurinn sem ekki má kaupa nauðsynjar í Bónusverslunum landsins. Jóhanna Kristjónsdóttir ræðir lýðræðisþróun í Miðausturlöndum, einkum í Sýrlandi og Líbanon. Er hún yfirleitt til staðar, og ef svo er - er hún þá Bandaríkjunum að þakka? Hvernig stendur á því að 70 þúsund manns mótmæla afskiptum Sýrlendinga af innanlandsmálum í Líbanon, en nokkrum dögum síðar kemur sama hálf milljón Líbana til að mótmæla afskiptum Vesturlanda? Er hætta á meiri ófriður blossi upp á svæðinu? Fréttir vikunnar verða einnig til umfjöllunar, þá ekki síst ráðning fréttastjóra á Ríkisútvarpinu, hugsanleg yfirtaka fjárfesta á Morgunblaðinu, Reykjavíkurflugvöllur, upplausn í R-listanum, formannsslagur í Samfylkingunni, sala Símans og væntanlega ýmislegt fleira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Friðrik G. Friðriksson fararstjóri, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson, Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson. Fleiri gestir eiga náttúrlega eftir að bætast í þennan hóp. Friðrik kemur í þáttinn til að ræða samkeppnismál, markaðsráðandi fyrirtæki og vöruverð, en hann hefur erfiða reynslu af því að keppa við stóra aðila á þessum markaði - sagðist meðal annars í grein um daginn vera eini Íslendingurinn sem ekki má kaupa nauðsynjar í Bónusverslunum landsins. Jóhanna Kristjónsdóttir ræðir lýðræðisþróun í Miðausturlöndum, einkum í Sýrlandi og Líbanon. Er hún yfirleitt til staðar, og ef svo er - er hún þá Bandaríkjunum að þakka? Hvernig stendur á því að 70 þúsund manns mótmæla afskiptum Sýrlendinga af innanlandsmálum í Líbanon, en nokkrum dögum síðar kemur sama hálf milljón Líbana til að mótmæla afskiptum Vesturlanda? Er hætta á meiri ófriður blossi upp á svæðinu? Fréttir vikunnar verða einnig til umfjöllunar, þá ekki síst ráðning fréttastjóra á Ríkisútvarpinu, hugsanleg yfirtaka fjárfesta á Morgunblaðinu, Reykjavíkurflugvöllur, upplausn í R-listanum, formannsslagur í Samfylkingunni, sala Símans og væntanlega ýmislegt fleira.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun