Verkefni frekar en embætti 14. mars 2005 00:01 Reykvíkingar hafa ástæðu til að til að öfunda Garðbæinga af stjórn og stjórnarháttum bæjarfélagsins. Í Reykjavík er erfitt að átta sig á því hver ræður í rauninni ferðinni í borgarmálum. Hinum nýja borgarstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, hefur ekki tekist að skapa sér þá stöðu að litið sé á hana sem ótvíræðan forystumann borgarstjórnar og R-listans. Aðdragandinn að ráðningu hennar í embætti gefur því miður ekki vonir um að breyting verði á í þeim efnum. Þessu er öfugt farið í Garðabæ. Þar efast enginn um hver er leiðtoginn. Ásdís Halla Bragadóttir hefur á fimm ára ferli sínum í bæjarstjórastóli fest sig í sessi sem óumdeildur forystumaður og nýtur vinsælda, virðingar og álits þvert á flokkslínur. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af því að nánustu samstarfsmenn hennar reyni markvisst að stela senunni frá henni til að komast sjálfir í sviðsljósið eins og ítrekað gerist í Reykjavík. Andstæðurnar eru ekki síður skýrar þegar horft er til málefna. Í Reykjavík eru hávaðasamar deilur um helstu málaflokka. Hin þýðingarmestu mál samfélagsins í borginni eru meira eða minna á nokkurs konar byrjunarreit. Það er ófriður um skipulagið, ófriður um gömlu húsin, ófriður um flugvöllinn, ófriður um mikilvægasta þjónustufyrirtækið, Orkuveituna, ófriður um rekstur og fjármál borgarinnar, ófriður um skólana og raunar á mun fleiri sviðum. Friðsæld ríkir aftur á móti í Garðabæ. Þar virðist ríkja sátt og samhugur um mikilvægustu málefni bæjarfélagsins, grunnþjónustuna og skipulagið. Og fjármál, rekstur og skattheimta virðist til fyrirmyndar. Á sama tíma er verið að hrinda í framkvæmd óvenju róttækum nýmælum í skólamálum og unnið að uppbyggingu verslunar- og íbúðarhverfa sem munu tvöfalda íbúatölu bæjarfélagsins á skömmum tíma. Metnaður, kjarkur og skýr framtíðarsýn einkennir bæjarstjórnina. Eðlilegt er að menn spyrji hver sé galdurinn á bak við þetta. Sjálfstæðismenn munu benda á að flokkur þeirra stjórni Garðabæ. En það er auðvitað óhófleg einföldun. Flokknum hefur gengið misjafnlega í bæjarstjórnum þar sem hann hefur verið við völd, sums staðar vel, annars staðar lakar. Í Reykjavík hefur sjálfstæðismönnum ekki tekist að ná eyrum kjósenda þrátt fyrir óvenju bágt ástand R-listans. Kannski felst galdurinn í Garðabæ einfaldlega í bæjarstjóra sem kann að virkja samstarfsmenn sína til góðra verka. Kannski felst hann í ákveðinni auðmýkt gagnvart hlutverki stjórnmálamannsins sem berlega kemur fram í einkar fróðlegu viðtali við Ásdísi Höllu Bragadóttur í helgarblaði DV á laugardaginn. "Ég verð að vera alveg einlæg með það," segir hún í viðtalinu, "að þegar ég hætti hér í Garðabæ, hvort sem það er stutt eða langt í það, þá fari ég frekar að snúa mér að verkefnum á öðrum vettvangi en í pólitík. Væri til í að takast á við verkefni í atvinnulífinu í einhverju kraftmiklu fyrirtæki þar sem ég get látið hluti verða að veruleika á tiltölulega skömmum tíma." Greinilegt er að Ásdís Halla lítur á forystustarf í stjórnmálum sem verkefni frekar en embætti. Þannig hugsunarhátt þurfum við í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Reykvíkingar hafa ástæðu til að til að öfunda Garðbæinga af stjórn og stjórnarháttum bæjarfélagsins. Í Reykjavík er erfitt að átta sig á því hver ræður í rauninni ferðinni í borgarmálum. Hinum nýja borgarstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, hefur ekki tekist að skapa sér þá stöðu að litið sé á hana sem ótvíræðan forystumann borgarstjórnar og R-listans. Aðdragandinn að ráðningu hennar í embætti gefur því miður ekki vonir um að breyting verði á í þeim efnum. Þessu er öfugt farið í Garðabæ. Þar efast enginn um hver er leiðtoginn. Ásdís Halla Bragadóttir hefur á fimm ára ferli sínum í bæjarstjórastóli fest sig í sessi sem óumdeildur forystumaður og nýtur vinsælda, virðingar og álits þvert á flokkslínur. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af því að nánustu samstarfsmenn hennar reyni markvisst að stela senunni frá henni til að komast sjálfir í sviðsljósið eins og ítrekað gerist í Reykjavík. Andstæðurnar eru ekki síður skýrar þegar horft er til málefna. Í Reykjavík eru hávaðasamar deilur um helstu málaflokka. Hin þýðingarmestu mál samfélagsins í borginni eru meira eða minna á nokkurs konar byrjunarreit. Það er ófriður um skipulagið, ófriður um gömlu húsin, ófriður um flugvöllinn, ófriður um mikilvægasta þjónustufyrirtækið, Orkuveituna, ófriður um rekstur og fjármál borgarinnar, ófriður um skólana og raunar á mun fleiri sviðum. Friðsæld ríkir aftur á móti í Garðabæ. Þar virðist ríkja sátt og samhugur um mikilvægustu málefni bæjarfélagsins, grunnþjónustuna og skipulagið. Og fjármál, rekstur og skattheimta virðist til fyrirmyndar. Á sama tíma er verið að hrinda í framkvæmd óvenju róttækum nýmælum í skólamálum og unnið að uppbyggingu verslunar- og íbúðarhverfa sem munu tvöfalda íbúatölu bæjarfélagsins á skömmum tíma. Metnaður, kjarkur og skýr framtíðarsýn einkennir bæjarstjórnina. Eðlilegt er að menn spyrji hver sé galdurinn á bak við þetta. Sjálfstæðismenn munu benda á að flokkur þeirra stjórni Garðabæ. En það er auðvitað óhófleg einföldun. Flokknum hefur gengið misjafnlega í bæjarstjórnum þar sem hann hefur verið við völd, sums staðar vel, annars staðar lakar. Í Reykjavík hefur sjálfstæðismönnum ekki tekist að ná eyrum kjósenda þrátt fyrir óvenju bágt ástand R-listans. Kannski felst galdurinn í Garðabæ einfaldlega í bæjarstjóra sem kann að virkja samstarfsmenn sína til góðra verka. Kannski felst hann í ákveðinni auðmýkt gagnvart hlutverki stjórnmálamannsins sem berlega kemur fram í einkar fróðlegu viðtali við Ásdísi Höllu Bragadóttur í helgarblaði DV á laugardaginn. "Ég verð að vera alveg einlæg með það," segir hún í viðtalinu, "að þegar ég hætti hér í Garðabæ, hvort sem það er stutt eða langt í það, þá fari ég frekar að snúa mér að verkefnum á öðrum vettvangi en í pólitík. Væri til í að takast á við verkefni í atvinnulífinu í einhverju kraftmiklu fyrirtæki þar sem ég get látið hluti verða að veruleika á tiltölulega skömmum tíma." Greinilegt er að Ásdís Halla lítur á forystustarf í stjórnmálum sem verkefni frekar en embætti. Þannig hugsunarhátt þurfum við í borgarstjórn Reykjavíkur.