Menning

Aldrei fleiri konur í vinnu

Aldrei hafa verið fleiri konur á vinnumarkaði en af 2,8 milljörðum manna á vinnumarkaðinum í heiminum árið 2003 voru 1,1 milljarður, eða 39 prósent, konur. Aftur á móti eru sjötíu prósent þeirra 1,3 milljarða manna sem lifa við eða undir fátækramörkum konur. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu ICFT, Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga og skýrt er frá á heimasíðu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Í nýlegri skýrslu ICFTU kemur fram að atvinnuleysi meðal kvenna var 6,5 prósent árið 2003 en 6,1 prósent meðal karla. Hægt er að skoða skýrsluna á heimasíðu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, vr.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×