Sædís heldur vel utan um sjómenn 15. mars 2005 00:01 "Við höfum náttúrlega verið að þjónusta sjávarútveginn í meira en fimmtíu ár og fyrstu sjómannadýnurnar okkar voru framleiddar um árið 1950. Við höfum þróað þessar dýnur alla leið síðan til að falla sem best inn í þær aðstæður sem sjómenn búa við. Þær eru auðvitað allt aðrar en á landi því skipið vaggar og öldurnar dynja á því," segir Halldór Snædal, sölustjóri Lystadún-Marco. "Nýjasta dýnan okkar kallast Sædís og við höfum unnið að þróun hennar í fjögur ár. Sædís er allt öðruvísi en fyrri dýnur, hún er lagskipt og á yfirborðinu er mjúkur þrýstijöfnunarsvampur. Það lag formast um sjómanninn og hann hreyfist minna í öldugangi. Undirlagið er líka mýkra en áður og virkar eiginlega sem stuðdempari og tekur stærstu og mestu höggin af sjómanninum. Kantarnir á dýnunni eru stífir og því myndar dýnan eins konar vöggu utan um sjómanninn." "Allur öryggisbúnaður sjómanna dugar skammt þegar þeir fá ekki hvíld á lélegum dýnum og geta varla staðið fyrir þreytu. Sædís einangrar mjög vel og því ná sjómenn upp líkamshita fljótt og sofna fyrr. Á lélegum dýnum tekur það allt upp í klukkutíma að ná upp líkamshita og það er líka erfitt að sofna þegar öldugangur úti fyrir leiðir inn í líkama sjómannsins. Þeir sem hvílast vel missa færri túra vegna bakeymsla og veikinda og því sparar dýnan útgerðunum gríðarlegan pening," segir Halldór. Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Við höfum náttúrlega verið að þjónusta sjávarútveginn í meira en fimmtíu ár og fyrstu sjómannadýnurnar okkar voru framleiddar um árið 1950. Við höfum þróað þessar dýnur alla leið síðan til að falla sem best inn í þær aðstæður sem sjómenn búa við. Þær eru auðvitað allt aðrar en á landi því skipið vaggar og öldurnar dynja á því," segir Halldór Snædal, sölustjóri Lystadún-Marco. "Nýjasta dýnan okkar kallast Sædís og við höfum unnið að þróun hennar í fjögur ár. Sædís er allt öðruvísi en fyrri dýnur, hún er lagskipt og á yfirborðinu er mjúkur þrýstijöfnunarsvampur. Það lag formast um sjómanninn og hann hreyfist minna í öldugangi. Undirlagið er líka mýkra en áður og virkar eiginlega sem stuðdempari og tekur stærstu og mestu höggin af sjómanninum. Kantarnir á dýnunni eru stífir og því myndar dýnan eins konar vöggu utan um sjómanninn." "Allur öryggisbúnaður sjómanna dugar skammt þegar þeir fá ekki hvíld á lélegum dýnum og geta varla staðið fyrir þreytu. Sædís einangrar mjög vel og því ná sjómenn upp líkamshita fljótt og sofna fyrr. Á lélegum dýnum tekur það allt upp í klukkutíma að ná upp líkamshita og það er líka erfitt að sofna þegar öldugangur úti fyrir leiðir inn í líkama sjómannsins. Þeir sem hvílast vel missa færri túra vegna bakeymsla og veikinda og því sparar dýnan útgerðunum gríðarlegan pening," segir Halldór.
Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira