Mikilvægt að greiðslan eldist vel 16. mars 2005 00:01 Þórdís segir flestar brúðir safna hári fyrir giftinguna og bendir á að það sé nauðsynlegt til að hægt sé að leika sér aðeins með hárið. "Greiðsla í síðu eða hálfsíðu hári eldist miklu betur og er brúðarlegri heldur en þegar verið er að lyfta stuttu hári upp," segir hún. Ekki telur hún hægt að tala um tísku í brúðargreiðslum enda eigi greiðslan að vera klassísk. "Hárgreiðslufólkið verður að vinna úr því sem er vinsælast á hverjum tíma en í þannig form að greiðslan sé sígild. Fólk verður að geta horft á brúðkaupsmyndina alla tíð án þess að andvarpa yfir hallærislegu hári," bendir hún á. Hún er beðin að lýsa stuttlega því sem vinsælast sé á þessu vori. "Þetta fer auðvitað eftir andlitsfalli og hári brúðarinnar en stórir liðir og hálfuppsett hár fer flestum vel," segir hún og heldur áfram: "Svo eru sumar brúðir með slör og aðrar ekki við giftinguna og oft verður að gera ráð fyrir að þær taki af sér slörið í veislunni án þess að greiðslan fari í vaskinn." Þórdís segir verð fyrir brúðargreiðslu vera um 7 til 8 þúsund og inni í því sé prufugreiðsla. "Það er mikilvægt að búið sé að ákveða fyrir fram hvernig hárið eigi að vera svo ekki þurfi að finna greiðsluna á stóra daginn," bendir hún á og að lokum er hún spurð hvernig skraut fari best í brúðarhári. "Mér finnst alltaf fallegt að nota einhver pínulítil blóm úr brúðarvendinum og búa til pínulitlar skreytingar úr rósablöðum með. En nett kóróna eða lítið perluskraut er líka vel við hæfi."Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Þórdís segir flestar brúðir safna hári fyrir giftinguna og bendir á að það sé nauðsynlegt til að hægt sé að leika sér aðeins með hárið. "Greiðsla í síðu eða hálfsíðu hári eldist miklu betur og er brúðarlegri heldur en þegar verið er að lyfta stuttu hári upp," segir hún. Ekki telur hún hægt að tala um tísku í brúðargreiðslum enda eigi greiðslan að vera klassísk. "Hárgreiðslufólkið verður að vinna úr því sem er vinsælast á hverjum tíma en í þannig form að greiðslan sé sígild. Fólk verður að geta horft á brúðkaupsmyndina alla tíð án þess að andvarpa yfir hallærislegu hári," bendir hún á. Hún er beðin að lýsa stuttlega því sem vinsælast sé á þessu vori. "Þetta fer auðvitað eftir andlitsfalli og hári brúðarinnar en stórir liðir og hálfuppsett hár fer flestum vel," segir hún og heldur áfram: "Svo eru sumar brúðir með slör og aðrar ekki við giftinguna og oft verður að gera ráð fyrir að þær taki af sér slörið í veislunni án þess að greiðslan fari í vaskinn." Þórdís segir verð fyrir brúðargreiðslu vera um 7 til 8 þúsund og inni í því sé prufugreiðsla. "Það er mikilvægt að búið sé að ákveða fyrir fram hvernig hárið eigi að vera svo ekki þurfi að finna greiðsluna á stóra daginn," bendir hún á og að lokum er hún spurð hvernig skraut fari best í brúðarhári. "Mér finnst alltaf fallegt að nota einhver pínulítil blóm úr brúðarvendinum og búa til pínulitlar skreytingar úr rósablöðum með. En nett kóróna eða lítið perluskraut er líka vel við hæfi."Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp