Erlent

Wolfowitz forseti Alþjóðabankans

Bandaríkjastjórn tilnefndi hinn umdeilda Paul Wolfowitz sem forseta Alþjóðabankans nú fyrir stundu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var vegna tilnefningarinnar að Wolfowitz hafi alla þá reynslu sem þurfi til að stýra bankanum, auk þess sem persóna hans og framkoma sé hrein og bein. Wolfowitz hefur undanfarin misseri gegnt stöðu aðstoðarvarnarmálaráðherra innan Bandaríkjastjórnar. Hann er afar umdeildur í Evrópu vegna hlutverks síns í að styðja við Íraksstríðið. Hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn útnefni forseta bankans en Evrópubúar stjórnarformann. Nafn Wolfowitz var nefnt fyrir nokkru ásamt Carly Fiorina, fyrrverandi forstjóra Hewlett Packard tölvurisans, og rokkstjörnunnar Bono. Wolfowitz er einn helsti talsmaður niðurskurðar á Keflavíkurstöðinni og velti því meðal annars upp í viðtölum hvort að flugher þyrfti til að verja þyrfti Íslendinga gegn Grænlendingum eða farþegaflugvélum. En nú snýr haukurinn sér að þróunarhjálp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×