Tíska og hönnun

Fær Bono Nóbelsverðlaun?

Söngvari hljómsveitarinnar U2, Bono, og kona hans Ali Hewson hafa sett á stokk nýja tískulínu, EDUN, til að styðja við efnahaginn í þriðja heiminum. Með þessu hefur írski rokkarinn aukið líkur sínar á að vinna Friðarverðlaun Nóbels í ár með því að velja þriðja heiminn til að framleiða fötin og þar af leiðandi bæta efnahaginn í fátækum löndum.

Bono fékk innblástur fyrir fatalínuna eftir fjölmargar heimsóknir til Afríku þar sem innfæddir útskýrðu fyrir honum að þeir þurftu á iðnaði að halda en ekki ölmusu. "Þetta fólk hefur stolt og vill vinna. Fólk í þróunarlöndum myndi hagnast meira, bæði fjárhagslega og tilfinningalega, ef það yrði partur af heimsefnahagnum í staðinn fyrir að fá stórar ölmusuávísanir," segir Bono.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.