Þar eru fallegar kápur, litlar peysur bæði heilar og hnepptar eru til í nokkrum útfærslum en þær verða mjög vinsælar í sumar sem og silkitoppar í mjúkum pastellitum með ásaumuðum blúndum eða borðum.
Buxurnar eru bæði síðar og víðar en kvartbuxur koma líka sterkar inn með vorinu með mokkasínum eða sandölum.
GK státar af mörgum fínum merkjum eins og Filippa K, Day og nú í mars er von á nýju línunni frá íslenska klassahönnuðinum Steinunni Sigurðardóttur. Einnig bættist nýlega við vöruúrvalið danska merkið Pferdgarten sem er ungt merki á uppleið og er skemmtileg viðbót við annars glæsilegan vorfatnaðinn í GK.


