Skussinn fær verðlaun Egill Helgason skrifar 20. mars 2005 00:01 Birtist í DV 19. mars 2005 Ekki fær maður betur séð en að nýja frumvarpið um Ríkisútvarpið sé moðsuða, grautur málamiðlana sem kristallast í skammstöfunninni sf". Sumir hafa þýtt þetta sem Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur, en það á víst að standa fyrir "sameignarfélag". Maður þarf ekki lærða lögfræðinga til að segja manni að sameignarfélag með aðeins einn eiganda meikar ekki sens. Vaðið í vasa almennings Þegar lögin eru skoðuð sér maður ekki betur en að meginmarmiðið sé að stórefla Ríkisútvarpið - að sumu leyti á kostnað annarra fjölmiðla. Ekkert er tekið á skekkjunni sem er í samkeppninni milli ríkisbatterísins og einkafyrirtækjanna. Stofununin fær belti og axlabönd og allt hitt. Henni er leyft að vaða í vasa almennings í landinu. Nú eru ekki lengur höfð uppi þau látalæti að einungis eigiendur viðtækja borgi með tilheyrandi persónunjósnum, heldur eiga allir landsmenn milli 16 og 75 ára að standa straum af fyrirbærinu: Fréttunum, Formúlunni og Óla Palla. Dulbúin ríkisstofnun Ríkisstofnunin fær áfram að valsa um á auglýsingamarkaði eins og hún hefur hingað til gert. Það er ekki tekið mið af norrænu ríkisstöðvunum eða BBC sem ekki sýna auglýsingar. Áfram fær RÚV líka að sækjast eftir kostun á dagskrárliðum; það mun halda áfram að selja heilu þættina í sjónvarpi og útvarpi eins og dæmi eru um hjá þessu einkennilega ríkisfyrirtæki. Niðurstaðan virðist ætla að verða óskapnaður: Sameignarfélag sem verður ekkert annað en ríkisstofnun. Ríkisfyrirtæki sem er í ójafnri samkeppni við einkaaðila, en getur falið sig á bak við skringilegt rekstrarform þegar það er beðið um að standa skil á gjörðum sínum. Stundum er talað um hið besta úr báðum heimum - má kannski segja að hér sé verið að samþætta hið versta? Skekktar hugsjónir Um nokkurra ára skeið hefur litið heyrst í þeim sem vilja einkavæða Ríkisútvarpið. Fulltrúar þeirra sjónarmiða á Alþingi munu að líkindum greiða atkvæði með lögunum - þeir láta altént lítið fyrir sér fara. Þingið verður að einum stórum sósíalista þegar kemur á RÚV, las ég einvers staðar. Svona hefur hin grimma valdabarátta sem geisar í fjölmiðlum og í viðskiptalífinu skekkt hugsjónirnar. Þessa dagana er fremur spurt í hvaða liði menn eru en hvaða hugmyndir þeir hafa. Ríkisútvarpið er lén ríkisstjórnarflokkanna, fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins. Allir yfirmenn á RÚV eru stimplaðir sjálfstæðismenn - að undanskildum Auðuni Georg, ef hann þorir að mæta í vinnuna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jú haft menntamálaráðuneytið síðan 1991. Svona áhrif láta menn ekki sjálfviljugir, að minnsta kosti ekki á tímum þegar óvinurinn vomar alls staðar yfir. Allir í skotgröfunum Sjálfstæðismenn héldu í vikunni opinberan fund í Valhöll um Ríkisútvarpið. Það er er tímanna tákn að flestir sem töluðu þarna á vegum flokksins hafa einmitt unnið á Ríkisútvarpinu. Mennirnir sem á sínum tíma bjuggu til frelsið, stofnuðu frjálsar útvarpsstöðvar í trássi við lög, voru lögsóttir fyrir vikið - þeir hræðast nú frjálsræðið. Ögmundur Jónasson fer gjörsamlega villur vega þegar hann segir að sjálfstæðismenn vilji Ríkisútvarpið feigt - þetta er bara eitthvað sem vellur upp úr Ögmundi þegar hann setur á sjálfstýringuna. Nær er að segja að allir séu ofan í skotgröfunum - rétt áræða að gægjast þaðan upp. Óttinn við Baugsveldið Svona er þetta um fleira. Frelsið hefur bitið í skottið á sér. Margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar telja sölu Áfengisverslunarinnar óhugsandi meðan Baugur hefur sína yfirburðastöðu á matvörumarkaði - þeir álíta að það jafngildi því að afhenda risanum áfengissöluna. Hið sama gildir um landbúnaðinn. Viðskiptahöftin eru talin verja bændur fyrir markaðsráðandi verslunarsamsteypum sem í algjöru markaðsfrelsi fengju nánast sjálfdæmi um hvað þær myndu borga bændum fyrir afurðir. Þannig er framrás markaðshyggjunnar að vissu leyti strand. Ráðandi öfl þurfa að passa vel upp á hlutina - handvelja þá sem njóta velþóknunar eins og ábyggilega verður gert með Landsímann. Orðagjálfur um þjóðarútvarp Hins vegar er svo stjórnarandstaðan með sitt hola orðagjálfur - þjóðarútvarp, almenningsútvarp. Allt þetta tal sem streymir fram og enginn veit hvað þýðir. Pétur Blöndal hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að RÚV sé eign ríkisins, ekki þjóðarinnar. Ungt fólk hefur engar sérstakar taugar til þessarar stofnunar, skynjar ekki að hún sé merkilegri en aðrir fjölmiðlar. Póstmódernísk fjölmiðlaveröld Við lifum líka í heimi þar sem fólk er löngu hætt að horfa á sömu sjónvarpsþættina og hlusta á sama efnið í útvarpinu. Þetta er póstmódernískur veruleiki. Heimurinn hefur brotnað upp. Það eru ekki lengur haldin erindi um daginn og veginn sem ná eyrum allrar þjóðarinnar. Það er heldur engin ástæða til að Óli Palli fái frekar ríkisstyrk til að troða sínum smekk upp á hlustendur en til dæmis Gulli Helga eða Hallbjörn. Ungt fólk leitar að sínu efni á internetinu - framvegis getur maður eins haft útvarpsstöð í heima í tölvunni hjá sér. Kannski er viss eftirsjá eftir þeim tíma þegar menningin hafði svona miðpunkt. Lengi á tuttugustu öldinni var hann útvarpið og síðar sjónvarpið. Helgi Hjörvar las Bör Börson, Savannatríóið lék í sjónvarpssal. En nú er löngu liðin tíð að fjölskyldan horfi saman á sjónvarp, hver húkir við sinn skjá í sínu horni. Að meðaltali eru þrjú sjónvörp á heimili til að ná flaumnum. Vanrækt menningarhlutverk Nýju lögin verðlauna Ríkisútvarpið, skussann. Sem hefur ítrekað farið fram úr fjárlögum, kann ekki að sníða sér stakk eftir vexti. Sem hefur linnulaust vanrækt menningarhlutverk sitt. Það hefur burðina og peningana til að vera alvöru menningarstofnun. Í staðinn er það að keppa við einkaaðila um sápur og íþróttaefni. Stofnunin hefur ekki getað beðið eftir því að losna úr samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, eins og hún hefði ekki getað notfært sér þetta sambýli á skapandi hátt. Hún tímir heldur ekki að kaupa stóran hluta af íslenskum kvikmyndum sem hafa verið framleiddar þótt þær bjóðist henni á útsöluprís eftir gjaldþrot helsta kvikmyndaframleiðanda Íslands. Þannig dregst stofnunin áfram í kúltúrleysi sem getur aldrei verið hlutverk ríkisvaldsins að standa straum af. Sjónvarpið hefur raunar enn ekki kunnað við að taka upp sýningar á raunveruleikaþáttum eins og The Swan og Extreme Makeover, en það slær aldrei slöku við í sápunum. Nýjasta viðbótin eru þættir um kynlífssveltar amerískar húsmæður. Á meðan er þjóðfélagsumræðan í skötulíki í fjölmiðlinum - einu sinni á dag er skrúfað frá krananum í Kastljósi, en eini fréttaskýringaþátturinn er sýndur sex sinnum á ári. Allt er vegið á mælikvarða steingeldrar hlutleysiskröfu sem felur oft ekki annað í sér en þjónkun við stjórnvöld. Síðasta sígaretta útvarpsráðs Mótsagnirnar í frumvarpinu eru fleiri. Hið trausti rúna og bjánalega útvarpsráð er tekið úr sambandi en samt er sett á laggirnar nýtt útvarpsráð sem á líka að vera skipað með pólitískum hætti. Munurinn er þó sá að hið nýja útvarpsráð á ekki að skipta sér af mannaráðningum. Ráðning fréttastjórans var nánast eins og þegar reykingamaður kveikir sér í síðustu sígarettunni, þetta má - ennþá. Samt er afskaplega ólíklegt að þetta verði síðasta tilfelli þar sem pólitísku valdi er beitt þarna inni - yfirstjórn stofnunarinnar verður áfram blá í gegn. Meint vanþakklæti við stjórnmálamenn Fréttamenn á útvarpinu kvarta undan einkennilegum meldingum sem þeir haf verið að fá frá stjórnmálamönnum undanfarin misseri. Þetta fer einhvern veginn svona fram. Viðkvæði pólitíkusa, líklega ráðherra, er að þeir hafi nú alltaf staðið með fréttastofunni og Ríkisútvarpinu, haldið verndarhendi yfir stafseminni, en þetta sé stuðningur sem hægt sé að draga til baka ef svo ber undir. Undirliggjandi er að fréttamenn hafi með framgöngu sinni, til dæmis í Íraksmálinu, sýnd verndurum sínum einhvers konar vanþakklæti. Líkt og þeir eigi að þakka fyrir sig með því að hlífa þeim. Að hafa pólitíska vernd Þetta lýsir mjög brengluðum hugmyndum um fjölmiðla - og þjóðfélagið. Maður getur altént ekki ímyndað sér Tony Blair tala svona við fréttamenn frá BBC. Bak við þetta liggur hugmyndin um pólitíska vernd, að fólk sé best komið sem einhvers konar skjólstæðingar stjórnmálaflokka. Þá fái það eitthvað fyrir sinn snúð og því beri að sýna hollustu á móti. Ein furðulegasta birtingarmyndin er sú hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn eigi fréttastofu sjónvarpsins en fréttastofa útvarpsins sé á einhvern hátt eign Framsóknarflokksins. Um þetta hefur verið talsverð umræða - það er til marks um annarlegt viðhorf til stjórnmála hér á landi að þetta skuli vera talið nánast eðlilegt. RÚV alls staðar Með lagafrumvarpinu er sett fram markmiðslýsing í átján liðum. Þetta er mjög almennt orðað, en í raun mætti segja að það sé ekkert svið mannlífsins þar sem RÚV getur ekki dúkkað upp. Hérumbil allt rúmast innan þessa ramma. Aðalatriðið er að það er verið að auka umsvif þessarar ríkisstofnunar þegar nær væri að draga saman seglin. Nú á hún að fara að gefa út ritað mál, geisladiska, myndbönd og margmiðlunarefni, alls kyns starfsemi í fjarskiptum, fjölmiðlun og margmiðlun er henni heimil, auk þess sem hugmyndin er sú að Ríkisútvarpið sf. geti stofnað alls kyns fyrirtæki úti í bæ - í samkeppni við einkaaðila. Allt verður þetta niðurgreitt af ríkinu sem nemur 2,4 milljörðum á ári. Vitlaus forgangsröðun Eina réttlæting fyrir ríkisútvarpi í nútímanum er markviss framleiðsla á menningarefni þar sem reynt er að nýta takmarkað fjármagn til hins ítrasta. Ef menn vilja á annað borð hafa ríkismenningarveitu, væri hún miklu betur komin í skúffu einhvers staðar - framleiðsla efnisins væri svo hjá skapandi fólki úti í bæ. Ríkisútvarp á ekki að keppa um áhorfstölur, auglýsingar og kostun. Það heldur engin ástæða til að ríkið veiti amerískri dægurmenningu, poppi og meiri íþróttum inn í stofur landsmanna - ekki er á það bætandi. Ríkisvaldið á ekki að fá að plokka almenning í nafni hvaða gæluverkefnis sem er. Það er spurning um forgangsröðun. Við eigum að gera miklar kröfur í heilbrigðismálum, menntamálum, öldrunarmálum og samgöngumálum - það er ómögulegt að sjá að ríkisfjölmiðill sé annars staðar en í neðstu sætunum á svona lista. Hvaðan koma ferskir vindar? Það er einkennilegt að sjá þetta frumvarp koma mitt í hatrömmum deilum um útvarpið. Í viðtali í vikunni talaði Markús Örn Antonsson um ferska vinda sem þyrftu að leika um Ríkisútvarpið. Þá ósk má sjálfsagt best uppfylla með því að hann segi sjálfur upp. Það eru mjög skrítnir stjórnunarhættir að reyna að knésetja fréttastofu útvarpsins, sjálft flaggskipið - það sem flestir myndu álíta að sé einhvers virði hjá stofnuninni. Markús talaði svo fjálglega um að þyrfti ungan mann að maður furðar sig eiginlega á því að Sveppa skyldi ekki boðið djobbið. Viðtalið var í besta falli undarlegt - maður fór að velta fyrir sér hvort væri sérstakur fílabeinsturn fyrir ríkisforstjóra. Fréttamennirnir komust í enn meiri uppreisnarhug eftir þetta Kastljós - nú er stóra spurningin hvað þeir gera? Það væri mikill álitshnekkir fyrir fréttastofuna ef þetta fjarar út eins og önnur gremjumál á Íslandi. Ráðamönnum væri örugglega dillað að sjá fréttamennina koðna niður. Mótmæli við vondan kóng Best væri sjálfsagt ef Auðun Georg Ólafsson léti vera að mæta - fyrir því eru meira að segja fordæmi. Ívar Guðmundsson, var skipaður fréttastjóri útvarps 1968 og þótti vera útsendari Sjálfstæðisflokksins. Eftir mikil mótmæli ákvað hann að koma ekki í vinnuna. Þá var hin merka fréttakona Margrét Indriðadóttir ráðin og gegndi stöðunni í tvo áratugi. En stjórnmálamenn núna eru vanir að bíða af sér vandræði. Ég var á fundi í fyrradag þar sem Jóhann Hauksson líkti sjálfum sér við mann sem kemur lagi á vonda kónginn í kastalanum en stekkur svo fram af hallarmúrnum. Ætli einhver fylgi honum eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Birtist í DV 19. mars 2005 Ekki fær maður betur séð en að nýja frumvarpið um Ríkisútvarpið sé moðsuða, grautur málamiðlana sem kristallast í skammstöfunninni sf". Sumir hafa þýtt þetta sem Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur, en það á víst að standa fyrir "sameignarfélag". Maður þarf ekki lærða lögfræðinga til að segja manni að sameignarfélag með aðeins einn eiganda meikar ekki sens. Vaðið í vasa almennings Þegar lögin eru skoðuð sér maður ekki betur en að meginmarmiðið sé að stórefla Ríkisútvarpið - að sumu leyti á kostnað annarra fjölmiðla. Ekkert er tekið á skekkjunni sem er í samkeppninni milli ríkisbatterísins og einkafyrirtækjanna. Stofununin fær belti og axlabönd og allt hitt. Henni er leyft að vaða í vasa almennings í landinu. Nú eru ekki lengur höfð uppi þau látalæti að einungis eigiendur viðtækja borgi með tilheyrandi persónunjósnum, heldur eiga allir landsmenn milli 16 og 75 ára að standa straum af fyrirbærinu: Fréttunum, Formúlunni og Óla Palla. Dulbúin ríkisstofnun Ríkisstofnunin fær áfram að valsa um á auglýsingamarkaði eins og hún hefur hingað til gert. Það er ekki tekið mið af norrænu ríkisstöðvunum eða BBC sem ekki sýna auglýsingar. Áfram fær RÚV líka að sækjast eftir kostun á dagskrárliðum; það mun halda áfram að selja heilu þættina í sjónvarpi og útvarpi eins og dæmi eru um hjá þessu einkennilega ríkisfyrirtæki. Niðurstaðan virðist ætla að verða óskapnaður: Sameignarfélag sem verður ekkert annað en ríkisstofnun. Ríkisfyrirtæki sem er í ójafnri samkeppni við einkaaðila, en getur falið sig á bak við skringilegt rekstrarform þegar það er beðið um að standa skil á gjörðum sínum. Stundum er talað um hið besta úr báðum heimum - má kannski segja að hér sé verið að samþætta hið versta? Skekktar hugsjónir Um nokkurra ára skeið hefur litið heyrst í þeim sem vilja einkavæða Ríkisútvarpið. Fulltrúar þeirra sjónarmiða á Alþingi munu að líkindum greiða atkvæði með lögunum - þeir láta altént lítið fyrir sér fara. Þingið verður að einum stórum sósíalista þegar kemur á RÚV, las ég einvers staðar. Svona hefur hin grimma valdabarátta sem geisar í fjölmiðlum og í viðskiptalífinu skekkt hugsjónirnar. Þessa dagana er fremur spurt í hvaða liði menn eru en hvaða hugmyndir þeir hafa. Ríkisútvarpið er lén ríkisstjórnarflokkanna, fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins. Allir yfirmenn á RÚV eru stimplaðir sjálfstæðismenn - að undanskildum Auðuni Georg, ef hann þorir að mæta í vinnuna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jú haft menntamálaráðuneytið síðan 1991. Svona áhrif láta menn ekki sjálfviljugir, að minnsta kosti ekki á tímum þegar óvinurinn vomar alls staðar yfir. Allir í skotgröfunum Sjálfstæðismenn héldu í vikunni opinberan fund í Valhöll um Ríkisútvarpið. Það er er tímanna tákn að flestir sem töluðu þarna á vegum flokksins hafa einmitt unnið á Ríkisútvarpinu. Mennirnir sem á sínum tíma bjuggu til frelsið, stofnuðu frjálsar útvarpsstöðvar í trássi við lög, voru lögsóttir fyrir vikið - þeir hræðast nú frjálsræðið. Ögmundur Jónasson fer gjörsamlega villur vega þegar hann segir að sjálfstæðismenn vilji Ríkisútvarpið feigt - þetta er bara eitthvað sem vellur upp úr Ögmundi þegar hann setur á sjálfstýringuna. Nær er að segja að allir séu ofan í skotgröfunum - rétt áræða að gægjast þaðan upp. Óttinn við Baugsveldið Svona er þetta um fleira. Frelsið hefur bitið í skottið á sér. Margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar telja sölu Áfengisverslunarinnar óhugsandi meðan Baugur hefur sína yfirburðastöðu á matvörumarkaði - þeir álíta að það jafngildi því að afhenda risanum áfengissöluna. Hið sama gildir um landbúnaðinn. Viðskiptahöftin eru talin verja bændur fyrir markaðsráðandi verslunarsamsteypum sem í algjöru markaðsfrelsi fengju nánast sjálfdæmi um hvað þær myndu borga bændum fyrir afurðir. Þannig er framrás markaðshyggjunnar að vissu leyti strand. Ráðandi öfl þurfa að passa vel upp á hlutina - handvelja þá sem njóta velþóknunar eins og ábyggilega verður gert með Landsímann. Orðagjálfur um þjóðarútvarp Hins vegar er svo stjórnarandstaðan með sitt hola orðagjálfur - þjóðarútvarp, almenningsútvarp. Allt þetta tal sem streymir fram og enginn veit hvað þýðir. Pétur Blöndal hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að RÚV sé eign ríkisins, ekki þjóðarinnar. Ungt fólk hefur engar sérstakar taugar til þessarar stofnunar, skynjar ekki að hún sé merkilegri en aðrir fjölmiðlar. Póstmódernísk fjölmiðlaveröld Við lifum líka í heimi þar sem fólk er löngu hætt að horfa á sömu sjónvarpsþættina og hlusta á sama efnið í útvarpinu. Þetta er póstmódernískur veruleiki. Heimurinn hefur brotnað upp. Það eru ekki lengur haldin erindi um daginn og veginn sem ná eyrum allrar þjóðarinnar. Það er heldur engin ástæða til að Óli Palli fái frekar ríkisstyrk til að troða sínum smekk upp á hlustendur en til dæmis Gulli Helga eða Hallbjörn. Ungt fólk leitar að sínu efni á internetinu - framvegis getur maður eins haft útvarpsstöð í heima í tölvunni hjá sér. Kannski er viss eftirsjá eftir þeim tíma þegar menningin hafði svona miðpunkt. Lengi á tuttugustu öldinni var hann útvarpið og síðar sjónvarpið. Helgi Hjörvar las Bör Börson, Savannatríóið lék í sjónvarpssal. En nú er löngu liðin tíð að fjölskyldan horfi saman á sjónvarp, hver húkir við sinn skjá í sínu horni. Að meðaltali eru þrjú sjónvörp á heimili til að ná flaumnum. Vanrækt menningarhlutverk Nýju lögin verðlauna Ríkisútvarpið, skussann. Sem hefur ítrekað farið fram úr fjárlögum, kann ekki að sníða sér stakk eftir vexti. Sem hefur linnulaust vanrækt menningarhlutverk sitt. Það hefur burðina og peningana til að vera alvöru menningarstofnun. Í staðinn er það að keppa við einkaaðila um sápur og íþróttaefni. Stofnunin hefur ekki getað beðið eftir því að losna úr samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, eins og hún hefði ekki getað notfært sér þetta sambýli á skapandi hátt. Hún tímir heldur ekki að kaupa stóran hluta af íslenskum kvikmyndum sem hafa verið framleiddar þótt þær bjóðist henni á útsöluprís eftir gjaldþrot helsta kvikmyndaframleiðanda Íslands. Þannig dregst stofnunin áfram í kúltúrleysi sem getur aldrei verið hlutverk ríkisvaldsins að standa straum af. Sjónvarpið hefur raunar enn ekki kunnað við að taka upp sýningar á raunveruleikaþáttum eins og The Swan og Extreme Makeover, en það slær aldrei slöku við í sápunum. Nýjasta viðbótin eru þættir um kynlífssveltar amerískar húsmæður. Á meðan er þjóðfélagsumræðan í skötulíki í fjölmiðlinum - einu sinni á dag er skrúfað frá krananum í Kastljósi, en eini fréttaskýringaþátturinn er sýndur sex sinnum á ári. Allt er vegið á mælikvarða steingeldrar hlutleysiskröfu sem felur oft ekki annað í sér en þjónkun við stjórnvöld. Síðasta sígaretta útvarpsráðs Mótsagnirnar í frumvarpinu eru fleiri. Hið trausti rúna og bjánalega útvarpsráð er tekið úr sambandi en samt er sett á laggirnar nýtt útvarpsráð sem á líka að vera skipað með pólitískum hætti. Munurinn er þó sá að hið nýja útvarpsráð á ekki að skipta sér af mannaráðningum. Ráðning fréttastjórans var nánast eins og þegar reykingamaður kveikir sér í síðustu sígarettunni, þetta má - ennþá. Samt er afskaplega ólíklegt að þetta verði síðasta tilfelli þar sem pólitísku valdi er beitt þarna inni - yfirstjórn stofnunarinnar verður áfram blá í gegn. Meint vanþakklæti við stjórnmálamenn Fréttamenn á útvarpinu kvarta undan einkennilegum meldingum sem þeir haf verið að fá frá stjórnmálamönnum undanfarin misseri. Þetta fer einhvern veginn svona fram. Viðkvæði pólitíkusa, líklega ráðherra, er að þeir hafi nú alltaf staðið með fréttastofunni og Ríkisútvarpinu, haldið verndarhendi yfir stafseminni, en þetta sé stuðningur sem hægt sé að draga til baka ef svo ber undir. Undirliggjandi er að fréttamenn hafi með framgöngu sinni, til dæmis í Íraksmálinu, sýnd verndurum sínum einhvers konar vanþakklæti. Líkt og þeir eigi að þakka fyrir sig með því að hlífa þeim. Að hafa pólitíska vernd Þetta lýsir mjög brengluðum hugmyndum um fjölmiðla - og þjóðfélagið. Maður getur altént ekki ímyndað sér Tony Blair tala svona við fréttamenn frá BBC. Bak við þetta liggur hugmyndin um pólitíska vernd, að fólk sé best komið sem einhvers konar skjólstæðingar stjórnmálaflokka. Þá fái það eitthvað fyrir sinn snúð og því beri að sýna hollustu á móti. Ein furðulegasta birtingarmyndin er sú hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn eigi fréttastofu sjónvarpsins en fréttastofa útvarpsins sé á einhvern hátt eign Framsóknarflokksins. Um þetta hefur verið talsverð umræða - það er til marks um annarlegt viðhorf til stjórnmála hér á landi að þetta skuli vera talið nánast eðlilegt. RÚV alls staðar Með lagafrumvarpinu er sett fram markmiðslýsing í átján liðum. Þetta er mjög almennt orðað, en í raun mætti segja að það sé ekkert svið mannlífsins þar sem RÚV getur ekki dúkkað upp. Hérumbil allt rúmast innan þessa ramma. Aðalatriðið er að það er verið að auka umsvif þessarar ríkisstofnunar þegar nær væri að draga saman seglin. Nú á hún að fara að gefa út ritað mál, geisladiska, myndbönd og margmiðlunarefni, alls kyns starfsemi í fjarskiptum, fjölmiðlun og margmiðlun er henni heimil, auk þess sem hugmyndin er sú að Ríkisútvarpið sf. geti stofnað alls kyns fyrirtæki úti í bæ - í samkeppni við einkaaðila. Allt verður þetta niðurgreitt af ríkinu sem nemur 2,4 milljörðum á ári. Vitlaus forgangsröðun Eina réttlæting fyrir ríkisútvarpi í nútímanum er markviss framleiðsla á menningarefni þar sem reynt er að nýta takmarkað fjármagn til hins ítrasta. Ef menn vilja á annað borð hafa ríkismenningarveitu, væri hún miklu betur komin í skúffu einhvers staðar - framleiðsla efnisins væri svo hjá skapandi fólki úti í bæ. Ríkisútvarp á ekki að keppa um áhorfstölur, auglýsingar og kostun. Það heldur engin ástæða til að ríkið veiti amerískri dægurmenningu, poppi og meiri íþróttum inn í stofur landsmanna - ekki er á það bætandi. Ríkisvaldið á ekki að fá að plokka almenning í nafni hvaða gæluverkefnis sem er. Það er spurning um forgangsröðun. Við eigum að gera miklar kröfur í heilbrigðismálum, menntamálum, öldrunarmálum og samgöngumálum - það er ómögulegt að sjá að ríkisfjölmiðill sé annars staðar en í neðstu sætunum á svona lista. Hvaðan koma ferskir vindar? Það er einkennilegt að sjá þetta frumvarp koma mitt í hatrömmum deilum um útvarpið. Í viðtali í vikunni talaði Markús Örn Antonsson um ferska vinda sem þyrftu að leika um Ríkisútvarpið. Þá ósk má sjálfsagt best uppfylla með því að hann segi sjálfur upp. Það eru mjög skrítnir stjórnunarhættir að reyna að knésetja fréttastofu útvarpsins, sjálft flaggskipið - það sem flestir myndu álíta að sé einhvers virði hjá stofnuninni. Markús talaði svo fjálglega um að þyrfti ungan mann að maður furðar sig eiginlega á því að Sveppa skyldi ekki boðið djobbið. Viðtalið var í besta falli undarlegt - maður fór að velta fyrir sér hvort væri sérstakur fílabeinsturn fyrir ríkisforstjóra. Fréttamennirnir komust í enn meiri uppreisnarhug eftir þetta Kastljós - nú er stóra spurningin hvað þeir gera? Það væri mikill álitshnekkir fyrir fréttastofuna ef þetta fjarar út eins og önnur gremjumál á Íslandi. Ráðamönnum væri örugglega dillað að sjá fréttamennina koðna niður. Mótmæli við vondan kóng Best væri sjálfsagt ef Auðun Georg Ólafsson léti vera að mæta - fyrir því eru meira að segja fordæmi. Ívar Guðmundsson, var skipaður fréttastjóri útvarps 1968 og þótti vera útsendari Sjálfstæðisflokksins. Eftir mikil mótmæli ákvað hann að koma ekki í vinnuna. Þá var hin merka fréttakona Margrét Indriðadóttir ráðin og gegndi stöðunni í tvo áratugi. En stjórnmálamenn núna eru vanir að bíða af sér vandræði. Ég var á fundi í fyrradag þar sem Jóhann Hauksson líkti sjálfum sér við mann sem kemur lagi á vonda kónginn í kastalanum en stekkur svo fram af hallarmúrnum. Ætli einhver fylgi honum eftir?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun