Róttækar tillögur í smíðum 21. mars 2005 00:01 Róttækustu breytingar í sögu Sameinuðu þjóðanna standa fyrir dyrum. Kofi Annan vill stokka skipulag og starfsemi samtakanna upp til að bæta trúverðugleika og auka skilvirkni. Gengi breytingarnar eftir er um að ræða róttækustu uppstokkun Sameinuðu þjóðanna frá því að samtökin voru stofnuð árið 1945. Með skýrslunni, þar sem tillögurnar eru kynntar, vill Annan sætta öryggissjónarmið ríkari þjóða og áhyggjur fátækari þjóða af sjúkdómum og vesæld. Meðal þess sem hann hyggst leggja til eru að öryggisráðið verði stækkað og skipan ríkja í það breytt til að taka mið af breyttri heimsmynd. Ennfremur hyggst Annan leggja til að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna verði lögð niður í núverandi mynd og í stað hennar skipað mannréttindaráð þar sem mun færri fulltrúar sitji. Nú sitja í mannréttindanefndinni fulltrúar fjölda ríkja sem sökuð eru um mannréttindabrot og alla jafna er það einn megintilgangur þeirra að halda hlífiskyldi yfir öðrum ríkjum sem brjóta mannréttindi. Viðamiklar umbætur í rekstri samtakanna eru einnig fyrirhugaðar en spilling hefur þar löngum viðgengist sem varpað hefur skugga á trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn eru taldir hafa athugasemdir við greinar sem skylda aðildarríki samtakanna til að leggja 0,7 prósent að þjóðartekjum til þróunarmála en Bandaríkjamenn eyða sem stendur 0,1 prósenti. Einnig er búist við mótmælum þeirra við skilgreiningu á því hvenær beita megi afli eða hernaðaraðgerðum en Bandaríkjamenn vilja og telja sig hafa rétt til að grípa til einhliða aðgerða. Ennfremur er talið að arabaþjóðir séu lítt hrifnar af skilgreiningunni á hryðjuverkum en þau eru skilgreint sem hvert það verk sem er ætlað til þess að valda dauða eða verulegum líkamlegum skaða á óbreyttum borgurum. Annan kynnir tillögur sínar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Róttækustu breytingar í sögu Sameinuðu þjóðanna standa fyrir dyrum. Kofi Annan vill stokka skipulag og starfsemi samtakanna upp til að bæta trúverðugleika og auka skilvirkni. Gengi breytingarnar eftir er um að ræða róttækustu uppstokkun Sameinuðu þjóðanna frá því að samtökin voru stofnuð árið 1945. Með skýrslunni, þar sem tillögurnar eru kynntar, vill Annan sætta öryggissjónarmið ríkari þjóða og áhyggjur fátækari þjóða af sjúkdómum og vesæld. Meðal þess sem hann hyggst leggja til eru að öryggisráðið verði stækkað og skipan ríkja í það breytt til að taka mið af breyttri heimsmynd. Ennfremur hyggst Annan leggja til að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna verði lögð niður í núverandi mynd og í stað hennar skipað mannréttindaráð þar sem mun færri fulltrúar sitji. Nú sitja í mannréttindanefndinni fulltrúar fjölda ríkja sem sökuð eru um mannréttindabrot og alla jafna er það einn megintilgangur þeirra að halda hlífiskyldi yfir öðrum ríkjum sem brjóta mannréttindi. Viðamiklar umbætur í rekstri samtakanna eru einnig fyrirhugaðar en spilling hefur þar löngum viðgengist sem varpað hefur skugga á trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn eru taldir hafa athugasemdir við greinar sem skylda aðildarríki samtakanna til að leggja 0,7 prósent að þjóðartekjum til þróunarmála en Bandaríkjamenn eyða sem stendur 0,1 prósenti. Einnig er búist við mótmælum þeirra við skilgreiningu á því hvenær beita megi afli eða hernaðaraðgerðum en Bandaríkjamenn vilja og telja sig hafa rétt til að grípa til einhliða aðgerða. Ennfremur er talið að arabaþjóðir séu lítt hrifnar af skilgreiningunni á hryðjuverkum en þau eru skilgreint sem hvert það verk sem er ætlað til þess að valda dauða eða verulegum líkamlegum skaða á óbreyttum borgurum. Annan kynnir tillögur sínar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira