Erlent

Bankastjóramálin rædd í vikunni

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna ætla að ræða bankastjóramál Alþjóðabankans á fundi sínum í Brüssel í þessari viku. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Paul Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráðherra sem bankastjóraefni. Tilnefningin hefur fallið í fremur grýttan jarðveg, ekki síst í Evrópu, og stjórnvöld í Hollandi hafa til dæmis lýst því yfir að þau vilji gjarnan sjá fleiri tilnefnda til starfans. Jafnvel er búist við því að aðrir hugsanlegir frambjóðendur verði nefndir til sögunnar á fundinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×