Ör--"þrifa"--ráð 23. mars 2005 00:01 Það er staðreynd að mörgum finnst leiðinlegt að þrífa. Það er samt eitthvað við hreingerningarlykt og nýskúruð gólf sem býður hátíðinni í bæinn, eins og páskunum. Það er alger óþarfi að nýta hálft fríið í það að þrífa fyrir hátíð sem varir ekki svo lengi -- þó það sé auðvitað voðalega gaman að hafa fínt inni hjá sér. Hér er rétt að minnast á nokkrar svindlaðferðir til að láta þig sjálfa/n og annað fólk halda að það sé voðalega hreint og fínt inni hjá þér. Það er líka svolítið gaman að svindla og plata endrum og eins. * Opnaðu svalahurðina og líka útidyrahurðina. Láttu blása vel í gegn svo allt rykið sogist í gegnumtrekkinn og fjúki út í eilífðina. Þá er það allavega ekki á þínum gólfum lengur. * Keyptu þér hreingerningarúðann með sterkustu lyktinni úti í búð. Hann þarf að vera í úðaformi. Taktu þig til og úðaðu hreingerningarúðanum út um hólf og gólf, inn í alla skápa og út um allt. Þá ilmar íbúðin af hreinlæti. Mmmmm...finnurðu það ekki? * Fylltu allar hillur af páskaskrauti og fínheitum -- þá sér ekki í rykið í hillunum. * Keyptu þér tilbúið deig. Það má vera hvað sem er -- piparköku eða pítsudeig -- bara svo lengi sem það komi bökunarlykt. Skelltu deiginu í ofninn og bakaðu það við lágan hita svo sem mest lykt komi jafnt og þétt. Vertu síðan búin/n að kaupa nokkrar kökur og góð brauð í búðinni svo allir haldi að þú hafi bakað þetta allt sjálf/ur. Voða sniðugt. * Hafðu alltaf rúmteppi ofan á sænginni! Þetta er mjög mikilvægt -- það er svo leiðinlegt að skipta á rúminu. * Blástu upp blöðrur og hengdu á öll rafmagnstæki í húsinu. Blöðrurnar eru rafmagnaðar og soga í sig rykið sem leynist í mjóum rifum og rákum. Svo eru þær líka flott skraut -- mundu bara að kaupa gular. * Svo er það klassíska -- hentu öllu tilfallandi undir rúm og inn í skáp. Skapaðu naumhyggjustemningu um páskana! Hús og heimili Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Það er staðreynd að mörgum finnst leiðinlegt að þrífa. Það er samt eitthvað við hreingerningarlykt og nýskúruð gólf sem býður hátíðinni í bæinn, eins og páskunum. Það er alger óþarfi að nýta hálft fríið í það að þrífa fyrir hátíð sem varir ekki svo lengi -- þó það sé auðvitað voðalega gaman að hafa fínt inni hjá sér. Hér er rétt að minnast á nokkrar svindlaðferðir til að láta þig sjálfa/n og annað fólk halda að það sé voðalega hreint og fínt inni hjá þér. Það er líka svolítið gaman að svindla og plata endrum og eins. * Opnaðu svalahurðina og líka útidyrahurðina. Láttu blása vel í gegn svo allt rykið sogist í gegnumtrekkinn og fjúki út í eilífðina. Þá er það allavega ekki á þínum gólfum lengur. * Keyptu þér hreingerningarúðann með sterkustu lyktinni úti í búð. Hann þarf að vera í úðaformi. Taktu þig til og úðaðu hreingerningarúðanum út um hólf og gólf, inn í alla skápa og út um allt. Þá ilmar íbúðin af hreinlæti. Mmmmm...finnurðu það ekki? * Fylltu allar hillur af páskaskrauti og fínheitum -- þá sér ekki í rykið í hillunum. * Keyptu þér tilbúið deig. Það má vera hvað sem er -- piparköku eða pítsudeig -- bara svo lengi sem það komi bökunarlykt. Skelltu deiginu í ofninn og bakaðu það við lágan hita svo sem mest lykt komi jafnt og þétt. Vertu síðan búin/n að kaupa nokkrar kökur og góð brauð í búðinni svo allir haldi að þú hafi bakað þetta allt sjálf/ur. Voða sniðugt. * Hafðu alltaf rúmteppi ofan á sænginni! Þetta er mjög mikilvægt -- það er svo leiðinlegt að skipta á rúminu. * Blástu upp blöðrur og hengdu á öll rafmagnstæki í húsinu. Blöðrurnar eru rafmagnaðar og soga í sig rykið sem leynist í mjóum rifum og rákum. Svo eru þær líka flott skraut -- mundu bara að kaupa gular. * Svo er það klassíska -- hentu öllu tilfallandi undir rúm og inn í skáp. Skapaðu naumhyggjustemningu um páskana!
Hús og heimili Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira