Innlent

Verða að semja sjálfir um staðinn

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, telur að sveitarstjórnarmenn og skólamenn á Siglufirði, í Ólafsfirði og á Dalvík verði að koma sér saman um staðsetningu en alþingismenn hafa lýst áhuga á að koma á fót nýjum framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Alþingismenn eigi ekki að skipta sér af því. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni til stofnsetningar skólans á fjárlögum þessa árs en Halldór telur fullkomlega mögulegt að gert verði ráð fyrir því í fjárlögum næsta árs. Ekki þurfi mikið því að töluverður sparnaður komi á móti. Talið er hugsanlegt að fyrsti bekkur geti tekið til starfa haustið 2006 og að í árslok 2009 næði framhaldsskólinn til allra bekkjardeilda. Halldór segir að gömul hefð sé fyrir því að nemendur í Eyjafirði fari í Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann og það geri þeir eflaust áfram en svo skipti líka miklu máli að hafa framhaldsskóla á staðnum. Það sýni til dæmis framhaldsskólinn á Húsavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×