„Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Lovísa Arnardóttir skrifar 6. nóvember 2024 20:41 Í ályktun baráttufundarins segir að samstaðan sé alger. Vísir/Anton Brink Baráttufundur Kennarasambands Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við gerða samninga og tryggi að laun félagsfólks Kennarasambandsins standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði. Þetta kemur fram í ályktun frá Kennarasambandinu í kjölfar baráttufundar sambandsins í Háskólabíó í kvöld. „Félagsfólk Kennarasambands Íslands í leik-, grunn- og tónlistarskólum hefur verið samningslaust í fimm mánuði og félagsfólk í framhaldsskólum í sjö mánuði. Verkföll hófust víða um land í lok október og ná þau til allra skólastiga og skólagerða með tilheyrandi áhrifum á þúsundir einstaklinga. Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna í kjaradeilunni og tekur eindregið undir áhyggjur foreldra og nemenda af stöðu mála,“ segir í ályktun fundarins. Magnús Þór Jónsson formaður sambandsins segir félaga tilbúna í langvinna baráttu.Vísir/Anton Brink Þar segir svo að haustið 2016 hafi verið gert samkomulag milli opinberra launagreiðenda og bandalaga stéttarfélaga um breytingar á skipan lífeyrismála. Ári síðar höfðu lífeyrisréttindi launþega á almennum og opinberum vinnumarkaði verið jöfnuð. Alger samstaða Sama samkomulag kveði á um jöfnun launa á milli markaða og að sú jöfnun hafi átt að taka sex til tíu ár. Samstarfi um útfærslu jöfnunar launa hafi ekki borið árangur og því hafi aðildarfélög Kennarasambandsins sammælst um það markmið að kjarasamningar allra aðildarfélaga feli í sér skuldbindingu viðsemjenda um hvernig verður staðið við samkomulagið um jöfnun launa á næstu árum. „ Átta ár eru langur tími. Kennarar krefjast sambærilegra launa og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar á atvinnumarkaði. Ómálefnalegur launamunur milli markaða hefur haft alvarlegar afleiðingar á íslenskt skólakerfi. Það sárvantar kennara. Löngu er orðið tímabært að bregðast við stöðunni með því að jafna launin og fjárfesta þannig í skólakerfinu og framtíðinni um leið,“ segir í ályktuninni. Mikill hugur var í kennurum á baráttufundi í Háskólabíó í kvöld.Vísir/Anton Brink Þá segir að lokum að aðildarfélög sambandsins hafi aldrei staðið eins þétt saman. Það sé alger samstaða um verkefnið og félagsfólk tilbúið í langvinna baráttu. „Þær kröfur eru ekki aðeins réttlátar og eðlilegar heldur hvílir allur okkar lýðræðislegi grunnur á því að stjórnvöld standi við gerða samninga.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
„Félagsfólk Kennarasambands Íslands í leik-, grunn- og tónlistarskólum hefur verið samningslaust í fimm mánuði og félagsfólk í framhaldsskólum í sjö mánuði. Verkföll hófust víða um land í lok október og ná þau til allra skólastiga og skólagerða með tilheyrandi áhrifum á þúsundir einstaklinga. Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna í kjaradeilunni og tekur eindregið undir áhyggjur foreldra og nemenda af stöðu mála,“ segir í ályktun fundarins. Magnús Þór Jónsson formaður sambandsins segir félaga tilbúna í langvinna baráttu.Vísir/Anton Brink Þar segir svo að haustið 2016 hafi verið gert samkomulag milli opinberra launagreiðenda og bandalaga stéttarfélaga um breytingar á skipan lífeyrismála. Ári síðar höfðu lífeyrisréttindi launþega á almennum og opinberum vinnumarkaði verið jöfnuð. Alger samstaða Sama samkomulag kveði á um jöfnun launa á milli markaða og að sú jöfnun hafi átt að taka sex til tíu ár. Samstarfi um útfærslu jöfnunar launa hafi ekki borið árangur og því hafi aðildarfélög Kennarasambandsins sammælst um það markmið að kjarasamningar allra aðildarfélaga feli í sér skuldbindingu viðsemjenda um hvernig verður staðið við samkomulagið um jöfnun launa á næstu árum. „ Átta ár eru langur tími. Kennarar krefjast sambærilegra launa og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar á atvinnumarkaði. Ómálefnalegur launamunur milli markaða hefur haft alvarlegar afleiðingar á íslenskt skólakerfi. Það sárvantar kennara. Löngu er orðið tímabært að bregðast við stöðunni með því að jafna launin og fjárfesta þannig í skólakerfinu og framtíðinni um leið,“ segir í ályktuninni. Mikill hugur var í kennurum á baráttufundi í Háskólabíó í kvöld.Vísir/Anton Brink Þá segir að lokum að aðildarfélög sambandsins hafi aldrei staðið eins þétt saman. Það sé alger samstaða um verkefnið og félagsfólk tilbúið í langvinna baráttu. „Þær kröfur eru ekki aðeins réttlátar og eðlilegar heldur hvílir allur okkar lýðræðislegi grunnur á því að stjórnvöld standi við gerða samninga.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54
Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57