Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2024 11:02 Stóra hreindýraveiðitímabinu lauk í september en tuttugu daga gluggi er í nóvember til að fella 24 hreinkýr. Vísir/vilhelm Yfirmaður hjá Umhverfisstofnun segir um undantekningartilvik að ræða þegar skjóta þurfti fleiri en einu skoti til að fella hreinkú á Suðausturlandi í gær. Mestu máli hafi skipt að tekist hafi að fella dýrið en það ekki sloppið sært í burtu. Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, lýsti því í gær hvernig hann hefði fylgst með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr „í bakgarðinum“ hjá sér. Hann setti stórt spurningamerki við veiðarnar en hann hefði heyrt í það minnsta sex byssuskot. Nóvemberveiðar á hreinkúm standa yfir á tveimur syðstu veiðisvæðunum, svæði 8 og 9, þar sem leyfi er fyrir 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Ein af þessum kúm var felld í námunda við heimili Sæmundar í gær. Bjarni Jónasson, teymisstjóri í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segir mál á borð við þetta eiginlega aldrei koma inn á borð stofnunarinnar. „Sem betur fer er ekki oft sem svona gerist,“ segir Bjarni. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið strax í að leita upplýsinga, hafa samband við tilkynnanda sem hafi ekki svarað í símann og svo rætt við leiðsögumann. „Það er ekkert sem bendir til þess að nokkuð ólöglegt hafi verið gangi. Að þeir hafi verið of nálægt húsum eða annað slíkt,“ segir Bjarni. „Það virðist vera að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Fyrsta skotið hafi ekki verið nógu gott. Þá virðist dýrið hafa farið af stað. Ef þau hlaupa af stað getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að fella dýrið,“ segir Bjarni. Ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort tvö skot eða fleiri hafi farið í dýrið. Bjarni segir atvikið óheppilegt en sé sem betur fer algjör undantekning. Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, lýsti því í gær hvernig hann hefði fylgst með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr „í bakgarðinum“ hjá sér. Hann setti stórt spurningamerki við veiðarnar en hann hefði heyrt í það minnsta sex byssuskot. Nóvemberveiðar á hreinkúm standa yfir á tveimur syðstu veiðisvæðunum, svæði 8 og 9, þar sem leyfi er fyrir 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Ein af þessum kúm var felld í námunda við heimili Sæmundar í gær. Bjarni Jónasson, teymisstjóri í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segir mál á borð við þetta eiginlega aldrei koma inn á borð stofnunarinnar. „Sem betur fer er ekki oft sem svona gerist,“ segir Bjarni. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið strax í að leita upplýsinga, hafa samband við tilkynnanda sem hafi ekki svarað í símann og svo rætt við leiðsögumann. „Það er ekkert sem bendir til þess að nokkuð ólöglegt hafi verið gangi. Að þeir hafi verið of nálægt húsum eða annað slíkt,“ segir Bjarni. „Það virðist vera að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Fyrsta skotið hafi ekki verið nógu gott. Þá virðist dýrið hafa farið af stað. Ef þau hlaupa af stað getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að fella dýrið,“ segir Bjarni. Ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort tvö skot eða fleiri hafi farið í dýrið. Bjarni segir atvikið óheppilegt en sé sem betur fer algjör undantekning.
Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira