Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2024 11:02 Stóra hreindýraveiðitímabinu lauk í september en tuttugu daga gluggi er í nóvember til að fella 24 hreinkýr. Vísir/vilhelm Yfirmaður hjá Umhverfisstofnun segir um undantekningartilvik að ræða þegar skjóta þurfti fleiri en einu skoti til að fella hreinkú á Suðausturlandi í gær. Mestu máli hafi skipt að tekist hafi að fella dýrið en það ekki sloppið sært í burtu. Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, lýsti því í gær hvernig hann hefði fylgst með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr „í bakgarðinum“ hjá sér. Hann setti stórt spurningamerki við veiðarnar en hann hefði heyrt í það minnsta sex byssuskot. Nóvemberveiðar á hreinkúm standa yfir á tveimur syðstu veiðisvæðunum, svæði 8 og 9, þar sem leyfi er fyrir 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Ein af þessum kúm var felld í námunda við heimili Sæmundar í gær. Bjarni Jónasson, teymisstjóri í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segir mál á borð við þetta eiginlega aldrei koma inn á borð stofnunarinnar. „Sem betur fer er ekki oft sem svona gerist,“ segir Bjarni. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið strax í að leita upplýsinga, hafa samband við tilkynnanda sem hafi ekki svarað í símann og svo rætt við leiðsögumann. „Það er ekkert sem bendir til þess að nokkuð ólöglegt hafi verið gangi. Að þeir hafi verið of nálægt húsum eða annað slíkt,“ segir Bjarni. „Það virðist vera að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Fyrsta skotið hafi ekki verið nógu gott. Þá virðist dýrið hafa farið af stað. Ef þau hlaupa af stað getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að fella dýrið,“ segir Bjarni. Ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort tvö skot eða fleiri hafi farið í dýrið. Bjarni segir atvikið óheppilegt en sé sem betur fer algjör undantekning. Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, lýsti því í gær hvernig hann hefði fylgst með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr „í bakgarðinum“ hjá sér. Hann setti stórt spurningamerki við veiðarnar en hann hefði heyrt í það minnsta sex byssuskot. Nóvemberveiðar á hreinkúm standa yfir á tveimur syðstu veiðisvæðunum, svæði 8 og 9, þar sem leyfi er fyrir 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Ein af þessum kúm var felld í námunda við heimili Sæmundar í gær. Bjarni Jónasson, teymisstjóri í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segir mál á borð við þetta eiginlega aldrei koma inn á borð stofnunarinnar. „Sem betur fer er ekki oft sem svona gerist,“ segir Bjarni. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið strax í að leita upplýsinga, hafa samband við tilkynnanda sem hafi ekki svarað í símann og svo rætt við leiðsögumann. „Það er ekkert sem bendir til þess að nokkuð ólöglegt hafi verið gangi. Að þeir hafi verið of nálægt húsum eða annað slíkt,“ segir Bjarni. „Það virðist vera að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Fyrsta skotið hafi ekki verið nógu gott. Þá virðist dýrið hafa farið af stað. Ef þau hlaupa af stað getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að fella dýrið,“ segir Bjarni. Ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort tvö skot eða fleiri hafi farið í dýrið. Bjarni segir atvikið óheppilegt en sé sem betur fer algjör undantekning.
Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira