Sjúk í leðurjakka 31. mars 2005 00:01 "Ég held ég verði að segja leddarinn minn sem ég keypti mér í Köben," segir Þóra spurð um hvað sé algjörlega ómissandi í fataskápnum. "Svei mér þá, ég held ég sé í þessum jakka á hverjum einasta degi. Ég fór til Köben með vinkonu minni fyrir um það bil mánuði en ég hef það sem reglu að þegar ég fer til útlanda gef ég sjálfri mér leyfi til að kaupa jakka sem mér finnast flottir -- sama hvað þeir kosta. Ég kaupi mér aðallega leðurjakka því ég er gjörsamlega sjúk í leðurjakka." Þóra fann hinn eina sanna leðurjakka fyrir nokkuð mörgum árum en hann er farinn yfir móðuna miklu sökum mikillar notkunar. "Ég gekk lengi vel í leðurjakka sem barnsmóðir pabba vinkonu minnar átti. Ég held ég hafi gengið í honum í sjö ár en þá var hann orðinn gatslitinn. Síðan hef ég leitað að staðgengli fyrir þennan jakka og held ég sé búinn að finna hann," segir Þóra og á þá auðvitað við nýja, danska leðurjakkann. En ætli Þóra sé jafn fatasjúk og hún er leðurjakkasjúk? "Nei ég er alls ekki fatafrík. Ég get verið alveg eins og drusla en ég get líka verið algjör pæja." Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Ég held ég verði að segja leddarinn minn sem ég keypti mér í Köben," segir Þóra spurð um hvað sé algjörlega ómissandi í fataskápnum. "Svei mér þá, ég held ég sé í þessum jakka á hverjum einasta degi. Ég fór til Köben með vinkonu minni fyrir um það bil mánuði en ég hef það sem reglu að þegar ég fer til útlanda gef ég sjálfri mér leyfi til að kaupa jakka sem mér finnast flottir -- sama hvað þeir kosta. Ég kaupi mér aðallega leðurjakka því ég er gjörsamlega sjúk í leðurjakka." Þóra fann hinn eina sanna leðurjakka fyrir nokkuð mörgum árum en hann er farinn yfir móðuna miklu sökum mikillar notkunar. "Ég gekk lengi vel í leðurjakka sem barnsmóðir pabba vinkonu minnar átti. Ég held ég hafi gengið í honum í sjö ár en þá var hann orðinn gatslitinn. Síðan hef ég leitað að staðgengli fyrir þennan jakka og held ég sé búinn að finna hann," segir Þóra og á þá auðvitað við nýja, danska leðurjakkann. En ætli Þóra sé jafn fatasjúk og hún er leðurjakkasjúk? "Nei ég er alls ekki fatafrík. Ég get verið alveg eins og drusla en ég get líka verið algjör pæja."
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira