Allt við landið heillar 31. mars 2005 00:01 Draumastaðurinn hennar Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur leikkonu er ekki svo fjarri og mun nær nú en þegar hún fór þangað fyrst. "Staðurinn sem mig langar til að fara til og dvelja á er Rússland. Ég er með einhverja Rússlandsáráttu. Landið og borgirnar og arkitektúrinn, sagan og listirnar finnst mér óskaplega heillandi en eins tengi ég svo vel við fólkið þar. Mér finnst undursamlegast að hitta fyrir fólk svona langt í burtu sem ég næ svona innilegu sambandi við. Mig langar að kunna rússnesku og bara prófa að vera þarna, lengi helst því ég fann mig ofboðslega mikið heima innan um þetta fólk og tengdi algerlega við land og þjóð," segir Guðlaug sem hefur tvisvar sinnum komið til Rússlands, á mjög ólíkum tímum. "Ég fór þarna fyrst árið sem ég var tvítug með hópi ungs fólks frá Evrópu og á Norðurlöndunum í ferð sem kallaðist "Next Stop Soviet" og var farin gegn kjarnorkutilraunum og í þágu samskipta, friðar og elskulegheita. Við komum þarna í lokin á glasnostinu en fyrir hinar gagngeru breytingar sem urðu á tíunda áratugnum. Þetta var alger óvissuferð inn í lokað og framandi land en ég bara heillaðist algerlega. Svo var ég svo heppin tíu árum seinna að vera að leika í sýningu með rússneskum leikstjóra og okkur var boðið til Mosvku og þá upplifði ég mjög sterkt hvað breytingarnar voru ótrúlegar." Guðlaug er samt ekki á leið til Rússlands í bráð því hún er á kafi í sýningunni Riðið inn í sólarlagið sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í næstu viku. "Þetta er mjög spennandi verk, finnst mér, um ungt fólk og samskipti þess, firringuna, ábyrgðarleysið og ábyrgðina, óttann við skuldbindingar og óttann við tilfinningar. Það skemmtilega er að öll þessi samskipti eiga sér í stað í svefnherbergjum persónanna og eins og allir vita sem eru komnir til vits og ára gerist ýmislegt innan veggja svefnherbergisins." Guðlaug verður þessvegna dálítið bundin við svefnherbergið á næstunni en Rússland er ekki að fara neitt. Ferðalög Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Draumastaðurinn hennar Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur leikkonu er ekki svo fjarri og mun nær nú en þegar hún fór þangað fyrst. "Staðurinn sem mig langar til að fara til og dvelja á er Rússland. Ég er með einhverja Rússlandsáráttu. Landið og borgirnar og arkitektúrinn, sagan og listirnar finnst mér óskaplega heillandi en eins tengi ég svo vel við fólkið þar. Mér finnst undursamlegast að hitta fyrir fólk svona langt í burtu sem ég næ svona innilegu sambandi við. Mig langar að kunna rússnesku og bara prófa að vera þarna, lengi helst því ég fann mig ofboðslega mikið heima innan um þetta fólk og tengdi algerlega við land og þjóð," segir Guðlaug sem hefur tvisvar sinnum komið til Rússlands, á mjög ólíkum tímum. "Ég fór þarna fyrst árið sem ég var tvítug með hópi ungs fólks frá Evrópu og á Norðurlöndunum í ferð sem kallaðist "Next Stop Soviet" og var farin gegn kjarnorkutilraunum og í þágu samskipta, friðar og elskulegheita. Við komum þarna í lokin á glasnostinu en fyrir hinar gagngeru breytingar sem urðu á tíunda áratugnum. Þetta var alger óvissuferð inn í lokað og framandi land en ég bara heillaðist algerlega. Svo var ég svo heppin tíu árum seinna að vera að leika í sýningu með rússneskum leikstjóra og okkur var boðið til Mosvku og þá upplifði ég mjög sterkt hvað breytingarnar voru ótrúlegar." Guðlaug er samt ekki á leið til Rússlands í bráð því hún er á kafi í sýningunni Riðið inn í sólarlagið sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í næstu viku. "Þetta er mjög spennandi verk, finnst mér, um ungt fólk og samskipti þess, firringuna, ábyrgðarleysið og ábyrgðina, óttann við skuldbindingar og óttann við tilfinningar. Það skemmtilega er að öll þessi samskipti eiga sér í stað í svefnherbergjum persónanna og eins og allir vita sem eru komnir til vits og ára gerist ýmislegt innan veggja svefnherbergisins." Guðlaug verður þessvegna dálítið bundin við svefnherbergið á næstunni en Rússland er ekki að fara neitt.
Ferðalög Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira